Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 7
3
þaö; aö vér sjáum það enn þá skýrar hér fyrirfram — í Get-
semane, hve óendanlega mikið hann tók út eftir aö hann lík-
amlega var kominn inn í aðal-helgidóm friðþægingarpíslanna
heldr en síðar, meðan þau undr voru í raun og veru að gjör-
ast. Frá því aö tekið er að misþyrma honum þessa sömu
nótt í húsi œðsta prestsins og þar til hann að morgni næsta
dags er negldr á krossinn á Golgata heyrist aldrei minnsta
æðruorð til hans, engin umkvörtun, ekkert kvein, hversu
hryllilega og grimmilega sem hann er útleikinn. Og meðan
stendr á áframhaldi kvala hans á krossinum, meðan þær óg-
urlegu sex klukkustundir eru að líða, þá er það ekki heldr
nema allra snöggvast í bili undir hið allra síðasta, að merki
þess kemr fram frá honum sjálfum, hve óumrœðilega mikið
það hafi verið, sem hann þá varð að taka út. Það er þegar
hann í hinu yfirnáttúrlega náttmyrki, er grúfði yfir krossfest-
ingarstöðvunum, heyrist taka sér í rnunn orðin sáru, ógleym-
anlega í upphafi 22. Davíðs sálms og hrópaði: ,,Guð minn,
guð minn! hvers vegna hefir þú yfirgefið mig?“ En það er
að eins eitt augnablik. Ein einasta fjallhá alda, sem rís þar
upp á kvalahafinu allra snöggvast; en hún er óðar liðin hjá,
hnigin í djúpið, dáin og horfin. Yfirborð þess hafs bæði á
undan og eftir fyrir manna sjónum svo kyrrt og rólegt eins og
rennsléttr spegilflötr. Þar sem aftr á móti áðr, meðan hann
fyrirfram í Getsemane er að hugsa um þetta allt, er yfir hann
átti að koma, kvölin í sál hans er svo nístandi sár, að hún
virðist ætla að slíta hann sundr og gjöra með öllu út af við
hann. Kvölin er seinna nálega öll í undirdjúpi sálar hans.
En hér, í Getsemane, brýzt sársaukinn miklu meir út. Ein
kvala-aldan eftir aðra ríðr hér yfir hann. í sambandi við það,
er.síðar birtist á yfirborðinu, stendr miklu lengr á angistar-
umbrotunum í sál hans nú. Enginn nema guð einn getr
kannað dýpt friðþægingarkvala Jesú. Þar er vitanlega um
órannsakanlegt guðlegt undr að rœða. En það að Jesús tók
svo mikið út fyrirfram eins og sagan um angist hans í Get-
semane ber vott urn, það er sálarfrœðislega eðlilegt, þegar
því er haldið föstu, að hann jafnframt því að vera guð var al-
sannr maðr, og því um leið, að hann var kominn í heim þenn-