Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1903, Qupperneq 3

Sameiningin - 01.04.1903, Qupperneq 3
19 enda liggi alls engin yfirnáttúrleg opinberan til grundvallar fyrir guöstrú gamla testamentisins, beldr sé hún í fyrstu upp- runnin hjá Babyloníu-mönnum og hafi þaðan komiö til Hebrea. En skömmu síðar flutti annar hálærðr maðr í fornfrœð- um Assýra og Babyloníu-manna, dr. Hilprecht frá Philadel- phia, fyrirlestr í Leipzig á Þýzkalandi um náskylt efni; og þó að sá fyrirlestr væri í rauninni alls ekki stýlaðr á móti hinum vísindalegu kenningum dr.s Delitzsch, þá komst hann þar þó, að því er trúarbrögðin snertir, að algjörlega gagnstœðri niðr- stöðu. Hilprecht er upphaflega lærisveinn hins eldra De- litzsch, heyrir lútersku kirkjunni til, var áðr einn af kennurum háskólans í Philadelphia, og þaðan var hann fyrir fjórtán ár- um gjörðr út til að standa fyrir útgreftri og rannsóknum eld- gamalla borgarústa austr í Mesopotamíu. Hefir það fyrir- tœki verið ákaflega ervitt og haft afar mikinn kostnað í för með sér. En árangrinn er stórkostlegr, og almennt er Hil- precht nú talinn skara fram úr öllum samtíðarmönnum sínum að þekking og skarpskyggni í þeim sérstöku austrlenzku vísind- um, sem hann hefir lagt stund á. Hann er og hefir lengi verið með í ritstjórn Philadelphia-blaðsins ,,Sunday School Times“. Fjöldi ritgjörða eftir hann hafa þar birzt á seinni árum um rannsóknir þær, sem gjörðar hafa verið í löndum þeim, er helzt snerta hina helgu sögu biblíunnar. Og nú fyrir fám vikum er bók ein mikil um allar þær rannsóknir á nítjándu öldinni komin út í Philadelphia. Aöal-höfundr þess ritverks er Hilprecht, en samverkamenn hans hafa þar verið þessir fjórir lærðu Þjóðverjar: Benzinger (hann ritar um rannsókn- irnar í Gyðingalandi), Hommel (Arabíu), jensen (rannsóknir, er snerta sögu Hetíta) og Steindorff (Egyptaland). Hinn enski titill bókarinnar er: ,,Explorations in Bible Lands dur- ing the Nineteenth Century“. Hún er gefin út af Holman & Co. og kostar 3 doll. En út af fyrirlestri Hilprechts, þeim er hann flutti í Leip- zig, komst þýzka tímaritið ,,Der alte Glaube“ svo að orði: ,,Svo háar vonir sem vér gjörðum oss fyrirfram um Hil- precht, þá gjörði hann þó betr en vér bjuggumst við. Þótt

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.