Sameiningin - 01.04.1903, Qupperneq 4
20
hann hafi komiö svo miklu til leiöar á svæði sinna sérstöku
vísindalegu rannsókna, þá talaði hann þó látlaust og blátt
áfram, með virðulegri gætni, sem laus var við allan sérgœð-
ingshátt og sjálfsþótta; en það, sem vér einkum viljum leggja
áherzlu á, var það, að út úr orðum hans skein glóandi trúar-
áhugi, sem þegar í stað dró að sér hjörtu áheyrendanna. Það
þurfti ekkert smávegis áræði til þess að tala í anda Esajasar
og Jeremíasar frammi fyrir mönnum þeim, er alls engan trú-
argrundvöll kannast við. En það einmitt gjörði þó Hilprecht.
í inngangsorðum erindis síns gjörði hann þá játning, að þrátt
fyrir allt, sem hinir hálærðu meistarar í gamla testamentis
frœðum héldi fram, hefði hann aldrei séð svo sterkar sannanir
fyrir fullkomnum og óhagganlegum áreiðanlegleik spádóm-
anna þar eins og í rústunum í elzta menntalandi heimsins,
héraðinu milda milli fljótanna Evfrat og Tígris, sem vér, nú-
tíðarinnar fólk, hljótum að kalla ,,ey hinna dánu manna“.
En ekki að eins inngangr fyrirlestrsins, heldr líka hann allr,
varpaði fyllilega ljósi yfir boðskap spámananna í ritningunni.
[í spádómsbók Esajasar—14, 12—lesum vér:] ,,Hvernig ert
þú af himni ofan fallin, þú hin fagra morgunstjarna? Hvern-
ig ert þú til jarðar niðr hrunin, þú, sem varla virtir þjóðirnar
viðlits ? ‘ ‘ Þessi dómsorð spámannsins (yfir Babylon) komu
sem bergmál út úr rústardyngjum þeim, sem sýndar voru af
fyrirlesaranum bæði með orðum og myndum. En enn þá
meira áræði þurfti þó til þess að vitna á móti hinum gust-
miklu heilabrotum annars eins manns og Frederics Delitzsch
og með því að mana fram á móti sér ofsa allra vísindalegra
rannsóknaranda í Þýzkalandi. En ekki heldr hér hikaði Hil-
precht sér við að láta í Ijósi fasta og óhagganlega sannfœring
sína frammi fyrir hinum fjölmenna áheyrendaskara. ,Þar
sem nýlega hefir tilraun gjörð verið‘ — sagði hann —, til þess
að leiða hina hreinu eingyðistrú ísraels út úr babylonskum
uppsprettum, þá er eg til þess knúðr að lýsa yfir því, sam-
kvæmt fjórtán ára rannsóknum mínum á fleygletrs-rúnamáli
Babyloníumanna, að það er með öllu ómögulegt. Trú hins
útvalda lýðs drottins hljóðar svo: Heyr, ísrael: drottinn'vor
guð er sá einasti guð. Og sú trú gat aldrei komið frá hinu