Sameiningin - 01.04.1903, Síða 6
22
kœmi þeim ekkert við. í tölu slíkra manna eru eigi að
eins hinir opinberu, svörnu óvinir kristindómsins, heldr og
margir þeir, sem þykjast kristnir og telja sig í lærisveina-
flokki Jesú Krists. En svo óskiljanlegt sem þetta viröist
vera, þá er það þó, þegar vel er að gætt, svo auðskilið.
Það stafar að sumu leyti af kæruleysi og hugsunarleysi, en að
sumu leyti af hinni skaðlegu tilhneiging manna til að draga
sjálfa sig á tálar. En sérhver alvarlega hugsandi maðr ætti
sannarlega ekki að láta þessar hindranir verða þröskuld á vegi
sínum, heldr ætti hann að setja sér Jesúm Krist sem bezt
fyrir sjónir, virða fyrir sér kenning hans, störf og líferni, til
þess svo að geta gefið sjálíum sér sem áreiðanlegast svar upp
á spurninguna: Hvað virðist þér um Krist? — þá spurning,
sem hver hugsandi maðr hlýtr að skoða sem hina þýðingar-
mestu lífsspurning, er hann fær lagt fyrir sjálfan sig. Yms
af orðum Jesú eru líka þess eðlis, að engum getr staðið
á sama um, hvort þau eru sönn eða ekki. Eg vil nefna önnur
eins orð eins og þessi: ,,Eg em vegrinn, sannleikrinn og
lífið; enginn kemr til föðursins nema fyr.ir mig. “ Öllum
þeim, sem ekki trúa á Jesúm sem drottin sinn og herra, væri
auðvitað illa við það, ef sá vegr, sem hann hefir vísað á,
væri eini vegrinn til himins. Og ekki væri þeim betr við það,
að Jesús væri sannleikrinn og lífið, þannig, að dauðinn yrði
hlutskifti allra þeirra, sem ekki vildi aðhyllast hann. Og þótt
það, ef ti' vill, þyki mikið sagt, þá get eg vel ímyndað mér,
að margir vildi gefa mikið til, að þessi orð væri lygi. En
þess er vel að gæta, að sannleikr þessara orða stendr og fellr
engan veginn með því.hvort þau eru geðfelld eða ógeðfelld hin-
um náttúrlegu tilfinningum vorum, heldr stendr hann og fellr
með því, hvort Jesús hefir haft vald til að tala þau eða ekki.
En slíkt vald er óhugsanda að hann hafi haft nema því að
eins, að hann jafnframt því, sem hann var sannr maðr, hafi
einnig verið sannr guð. En hér stöndum vér frammi fyrir
hinum mikilvæga leyndardómi guðhræðslunnar, eins og post-
ulinn Páll kemst að orði, er hann segir: ,,Vafalaust er þessi
leyndardómr guðrœkninnar mikilvægr: Guð birtist í hold-
inu, er réttlættr af andanum, sén af englunum, boðaðr meðal