Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1903, Síða 7

Sameiningin - 01.04.1903, Síða 7
23 heiðinna þjóða, meötekinn í trúnni í heiminum, upp numinn í dýrS“ (i. Tím.3, 16). Sannarlega er allt þetta leyndardómr. Allr kristindómrinn er leyndardómr, óskiljanlegt, dásamlegt kraftaverk. Vér höfum, ef til vill, aldrei veitt þessu full- komna eftirtekt; og stafar þaS af því, aS vér vorum svo ungir, þegar þetta kraftaverk varS fyrst á vegi vorum. Vér vorum ekki gamlir, þegar mamma okkar sagSi oss fyrst frá hinum himinborna jólagesti, hvernig fœðing hans hafi orSiS gjör- völlu mannkyninu til blessunar. Vér trúSum þá á hann af því aS vér vissum, aS hún sagöi oss ekki annaö en það, sem satt var. En svo inndæl og dýrmæt sem barnatrúin er, þá á það þó 'viö um hana, sem Páll postuli segir á einum staö: ,,Þegar eg var barn, talaöi eg sem barn.var lyndr eins og barn og hugsaði sem barn; en þegar eg varð fullorðinn, lagði eg af bernskuna“ (i. Kor. 13, 11). Ef trúin á guðdóm Jesú Krists á að verða persónuleg eign vor, sannarlegt lífsafi fyrir oss, þá megum vér eigi grundvalla hana á því, sem oss hefir verið sagt, eða vér höfum lært. Hún verör þá að grundvallast á eig- in sannfœring og persónulegri lífsreynslu. Hin mikla spurn- ing, sem hver og einn þarf því aö leggja fyrir sig, er þessi: Hvers vegna trúi eg á Jesúm Krist? Þessari spurning vil eg nú, fyrir mitt leyti, leitast við að svara. Skal eg engan draga á því, að svar mitt verðr á þessa leið: Eg trúi á Jesúm Krist af því að eg hefi bæði ytri og innri vitnisburði, sem eru mér fullnœgjandi trygging fyrir því, að hann er sá, sem hann sagðist vera : guðs eingetinn sonr, ímynd veru hans og ljómi dýrðar hans (Hebr. 1, 3). Eg vil þá fyrst snúa mér að hinum ytri vitnisburðum, og leitast við að sýna fram á, hvernig allt það, sem vér vitum um Jesúm Krist, orð hans, störf og líferni, staðfestir guðdóm hans. Það gefr að skilja, að eg hlýt hér að styðjast við heim- ildarrit; og þau heimildarrit, sem þá fyrst verða fyrir mér, eru hin fjögur guðspjöll nýja testamentisins, með því líka þau eru hin einu áreiðanlegu heimildarrit, þegar rœða er um Jesúm Krist, kenning hans, störf og líferni. Reyndar hafa ýmsir á síðari tímum reynt að vefengja áreiðanleik þessara heimild- arrita vorra, og því hefði, ef til vill, verið réttara af mér a.ð

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.