Sameiningin - 01.04.1903, Qupperneq 8
24
byrja á því að leiða rök að ritvissu og áreiðanlegleik guð-
guðspjallanna. En þetta myndi verða allt of langt mál, og
því hefi eg leitt það hjá mér. Eg læt mér nœgja að benda
öllum þeim.sem eru vantrúaðir á áreiðanlegleik guðspjallanna,
á hina svo kölluðu ,,hærri biblíu-kritík'1. Slíkar rannsóknir
hafa staðið yfir á síðustu tímum, og standa yfir enn í dag.
Nú er gamla testamentið í hreinsunareldinum, en nýja testa-
mentið er flogið út úr honum að öllu leyti með ósviðnar
fjaðrir. Þessar biblíurannsóknir hafa, að því er nýja testamentið
snertir, verið framkvæmdar af óvinum kristindómsins í því
skyni, að ryðja honum úr vegi; en þegar vér nú hugsum um,
hver niðrstaðan hefir orðið, þá koma oss ósjálfrátt í hug orð
Jósefs til brœðra sinna: ,,Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en
guð sneri því til góðs“ (i. Mós. 50, 20). Vér sjáum einnig í
biblíurannsóknum þessum guðs forsjónar hönd, er lætr óvini
kristindómsins verða verkfœri í sinni hendi til þess að styrkja
vini kristindómsins í trúnni á sannleik hans. En þar sem
nú hin vísindalega rannsókn hefir engan veginn raskað áreið-
anlegleik guðspjallanna, þá megum vér treysta því, að sú
Jesú-mynd, sem þau draga upp fyrir oss, er veruleikanum
samkvæm. Vér höfum eflaust allir veitt því eftirtekt, að þeg-
ar málarar eða myndasmiðir búa til myndir af Jesú, þá ein-
kenna þeir þær vanalega frá öðrum myndum með geislabaug
umhverfis höfuðið. Sá geislabaugr er tákn hinnar guðdóm-
legu geisladýrðar, sem ljómar frá persónu Jesú, hvort heldr
vér virðum fyrir oss orð hans eða líferni.
Það, sem sérstaklega vekr undrun vora og aödáun, þegar
vér virðum fyrir oss orð Jesú, er sá öruggleiki, sem hvervetna
hvílir yfir þeim. Það er aldrei hik á honum, og hann er
aldrei í minnsta vafa um það, sem hann segir. Hvort heldr
hann framsetr grundvallarlög guðs ríkis fyrir tiltilheyrendr
sfna, eða útlistar leyndardóma þess fyrir lærisveinum sínum,
eða ver sig fyrir árásum óvina sinna, þá hvílir sami öruggleiki
yfir orðum hans. Kennslu-aðferð hans er nokkuð sérstök að
því leyti, sem hann notar svo mikið samlíkingar og dœmisög-
ur. En allar samlíkingar hans eru undr fagrar og vel valdar,
og margar af dœmisögum hans eru, að dómi mestu vísinda-
manna, fegrstu perlurnar í heimsbókmenntunum.