Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1903, Síða 10

Sameiningin - 01.04.1903, Síða 10
26 Én hvorttveggja þetta er óhugsanlegt og ómögulegt, og er líf- erni hans og athafnir hin tryggasta sönnun fyrir því. Vér undr- umst orö jesú og kenning. Vér dáumst aö siðalærdómi hans, sem enda mótstööumenn kristindómsins kannast viö að sé hinn háleitasti og fegrsti, sem hugsazt getr. En þó er þaö jafn- vel hvorugt þetta, sem hefir hafið nafn Jesú yfir öll nöfn og gefiö honum tign, sem allri tign er œðri, heldr er það hiö full- komna samrœmi, sem á sér stað hjá honum milli kenningar og breytni. Hjá oss mönnunum vill þaö oft reynast svo, að eitt er að tala, annaö aö gjöra. Margir beztu siöfrœðingar hafa breytt þveröfugt viö það, sem þeir kenndu. Mannkyns- sagan sýnir oss svo mörg dœmi því til sönnunar. Hinn frægi gríski spekingr Sókrates, sem vér þekkjum sennilega allir, kenndi vel um skírlífi, en heimilislíf hans var allt annað en fagrt. HJnn mikli heimspekingr Rómverja, Cicero, hefir í'itaö bók um aö menn eigi ekki að óttast dauðann, en flýöi þó sjálfr til þess að forða lífi sfnu. Heimspekingrinn Seneca ritaði bók um yfirburði fátœktarinnar, um leið og hann sjálfr hallaði sér upp að gullboröi. Hvílíkr meginmunr er á þessum mönnum og Jesú Kristi. Enginn hefir getað sýnt fram á það, að hann í nokkru minnsta atriði hafi breytt gagnstœtt því, sem hann talaði og kenndi. Og svo fagrt, hreint og fullkomið var líf hans, að hann, umkringdr af mótstööumönnum sínum, spuröi með fullri djörfung: ,,Hver yöarget r sannað upp á mig synd?“, — ánþessað nokkur yröi til þess aö mótmæla honum. Ovinir hans, sem höfðu vak- andi augu á honum, hvar sem hann fór og hvað sem hann gjörði, gátu ekkert fundið honum til saka, nema það eitt, að hann ’nefði gjört sig að guði, og fyrir það fá þeir hann dœmd- an til dauða. Jafnvel sjálfr dómarinn, hinn heiðni maðr Pontíus Pílatus, sem svo hörmulega lftið hirti um sannleik og réttlæti, vitnar um sakleysi hans, og sama gjörði lærisveinn- inn, sem sveik hann. Með allt þetta fyrir augum skilst oss það svo vel, að Pétr postuli gat sagt um Jesúm: ,,Hann drýgði ekki synd, og ekki eru svik fundin í hans munni“ (i. Pét. 2, 22) — og þá allra sízt þau, að segja annað um sjálfan sig og köllun sína en hann vissi sannleikanum samkvæmt.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.