Sameiningin - 01.04.1903, Page 12
28
reynt þa5 í lífi mínu, aö hann einn fullnœgi hinni dýpstu þrá
hjarta míns, og að hjá honum einurn sé hvíld og frið að finna.
En hvorttveggja þetta vitna eg glaðr, samkvæmt hinni litlu
lífsreynslu minni.
Þegar eg skoða mitt eigið líferni í ljósi Jesú orða og ber
það saman við hans eigið líferni, þá opnast eins og nýr hug-
myndaheimr fyrir mér. Eg sé, hversu mjög líf mitt er fjar-
lægt fullkomnunar-takmarkinu. Eg sé, hve fjarlægt það er
hinu sanna lífi, lífinu eftir guðs hjarta. Mér skilst þá fyrst,
að hugtakið synd og sekt er enginn skáldskapr, heldr sár-
asti veruleiki. Og því betr sem eg skoða sjálfan mig, því
meir hræðist eg mína eigin mynd. Vér höfum eflaust allir
lesið Grettissögu. Vér munum svo vel eftir Gretti, ógæfu-
manninum mikla, sem hamingjan hafði svo mjög snúið bak-
inu við, að allt virtist verða honum til ama og ar-
mœðu. Vér eigum ervitt með að rekja orsakirnar til hins
mikla gæfuleysis hans. En meginþátt í því hafa eflaust átt
hin voðalegu Gláms-augu, sem jafnan grúfðu yfir honum eftir
viðreign þeirra, þegar hann var aleinn eða í myrkri staddr.
Það kann að vera, að þetta um Gláms-augun sé ekkert annað
en skáldskapr ; en það er þó sá skáldskapr, sem á erindi til
vor allra. Gláms-augun, sem ávallt hvíldu yfir Gretti, eru
tákn syndarinnar og syndasektarinnar, sem jafnan grúfir yfir
oss. En eins ogGrettir ekki sá Gláms-augun, þegar hann var
með öðrum eða í dagsbirtunni, þannig dylst synd vor og sekt
oft fyrir oss, þegar birta heimslánsins ljómar umhverfis oss,
eða þegar vér hrífumst áfram af glaumi og gjálífi mannlífsins.
En svo þegar vér erum einmana og samvizkan vaknar og nær
að ásaka oss, eða svartnætti gæfuleysisins skyggir umhverfis
oss, þá birtast aftr Gláms-augun í sinni voðalegu mynd. En
hver sem einu sinni hefir séð þessi voðalegu augu, er jafnan
grúfa yfir honum, þráir eins og Grettir um fram allt að losna
við þau, og hann hungrar jafnan og þyrstir eftir þeirri lausn.
En þegar eg er að hugsa um það, hvernig eg geti losnað við
þau augu, þá heyri eg þessi himnesku orð Jesú : ,,Hver sem
kemr til mín, hann skal aldrei hungra, og hvern, sem trúir á
mig, mun að eilífu eigi þyrsta. “ Og af sömu ástœðum og sár-