Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1903, Side 15

Sameiningin - 01.04.1903, Side 15
3i —Nýkomiö er út ágætt kver—Exodus — til skýringar 2. bók Mósesar eítir dr. R. F. Weidner, forstöðumann hins lút- erska prestaskóla í Chicago, gefið út í þeim bœ af Fleming H. Revell Company. Eftir sama höfund eru áðr út komin nokkur rit líkrar tegundar til skýringar bókum nýja testament- isins, einnig 1. Mósesbókar. Hinn sameiginlegi titill rita þess- ara er Studies in the Book. Seinna eiga að koma skýringar annarra gamla testamentis rita. Bœklingrinn, sem kemr með skýringar dr. Weidners á 2. bók Mósesar, er einkar hentugt rit fyrir sunnudagsskóla- kennara. Verðið er 50 cts. Dr. Weidner aðhyllist vitanlega ekki staðhœfingar hinnar niðrrífandi og neitandi biblíu-,kritíkar‘. í formála kversins, sem þegar er um getið, segir hann meðal annars: „Margar kenningar, sem ýmsir þessara niðrrífandi biblíu-rannsakenda halda fram, gæti virzt eðlilegar í munni þeirra, sem neita til- veru persónulegs guðs, eða því, að guð geti opinberað sjálfan sig, eða þeirra, sem staðhcefa, að vér getum engri vissu náð um neitt, hvorki mannlegt né guðlegt, eða þeirra, sem hafa það fyrir satt, að guð opinberi sig að eins á náttúrlegan hátt, gegn um skynsemina og náttúruna;—en þegar þessum rök- semdum er beitt af tnönnum, sem játa trú á yfirnáttúrlega op- inberan og sannleikann eins og hann er opinberaðr. fyrir Jesúm Krist og í honum, þá lætr það undarlega í eyrum. “ Önnur bók stœrri, sem heitir Theologia, eftir sama höf- und er einnig mjög nýlega komin út frá Fleming H. Revell útgáfu-félaginu. Þar er fram settr lærdómrinn um guð sam- kvæmt biblíunni og nákvæmlega sýnt, hvernig hann var skil- inn í fornkirkjunni, á reformazíónartíðinni, og hvernig merkir guðfrœðingar hafi skilið hann allt fram á þennan dag. Bók þessi er einkar hentug fyrir guðfrœðisnemendr, enda aðallega þeim ætluð. Það liggja fieiri ritverk eftir dr. Weidner en flesta guö- frœðinga lútersku kirkjunnar í Ameríku. Fríkirkjusöfnuðrinn í Reykjavík hefir nú komið sér upp kirkju, sem kvað kosta nálægt tuttugu þúsundum króna—auk organs, er pantað hefir verið frá útlöndum og á að kosta þús. kr. Þetta mun vera einhver mesta kirkja á íslandi. Rúmar um þúsund manns. Hún var vígð 22. Febrúar af séra Ólafi Ólafssyni, áðr presti í Arnarbœli, nú ritstjóra ,,Fjallkon- unnar“. Hann á að verða prestr safnaðar þessa framvegis í stað séra Lárusar Halldórssonar, sem hefir þjónað söfnuðin- um frá því hann myndaðist haustið 1899. ,,í ráði kvað vera“

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.