Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 8
54 Sameiningin vitandi um uppruna sinn og finna til metnaðar hans vegna. Þetta fólk hefir efnt til tvenns konar félagssamtaka til verndar og viðhalds hinum tvíþætta þjóðararfi sínum, annars vegar er Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, og hins vegar kirkjufélögin. Ég flyt yður sérstakar og inni- legar kveðjur frá Þjóðræknisfélaginu og frá Hinu Ev. Lúterska Kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi, en eins og stendur, veiti ég þessum félögum báðum forstöðu. Kirkju- félagið hefir nú nýverið haldið 72. ársþing sitt. Þetta félag er mótað af þeirri trúarsannfæring, sem túlkuð er í texta mínum. Allmikill fjöldi Vestur-íslendinga heimsækja ísland á hverju ári, mörgum þar vestra er ísland enn landið helga, sem stendur í ljómandi minningu æskuáranna. Þeir sem koma hingað að vestan finna ekki lengur það land eða þá þjóð, sem feðurnir töluðu um á frumbýlingsárunum vestra. Þeir námu landspildu í Canada og nefndu það Nýja-ísland. Nú skilst mönnum, sem koma þaðan hingað, að Nýja-ísland er ekki í Canada, það er hér. Sjá, allt er orðið nýtt, má vissulega segja um þetta land, framfarir þess á sjó og landi og í lofti. Þessu fagna íslendingar vestan hafs. Við, sem hér höfum dvalið í sumar, þökkum fyrir allan kærleika og gestrisni, sem við höfum notið hér, við biðjum góðan Guð að blessa ísland og íslendinga, við biðjum þess að andlegur þroski þjóðarinnar megi ávalt haldast í hendur við hina tæknilegu þróun, að hér megi ávalt verða gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskist á Guðsríkisbraut. Þú, íslenzka þjóð, þú, íslenzki maður og kona, hvar sem þið dveljið. Minnstu bræðra þinna hinum megin við hafið. En umfram allt mirmstu þess að þú ert sjálfur á leið yfir hafið, en þó að stormarnir geysi og ljósin slokkni er ekkert að óttast. Ef þú ert með Guði mun hann ekki frá þér víkja. Trúið á Guð. —V. J. E. Séra Bragi Friðriksson, er nú kominn til íslands og seztur að í Reykjavík. Hann var ekki fyrr kominn heim, en Reykjavíkurbær réði hann til að veita forstöðu æskulýðs- starfsemi í borginni. Teljum vér að þar muni góður maður á réttum stað. Sameiningin óskar þessum fyrrv. ristjóra sínum til hamingju með heimförina og embættið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.