Sameiningin - 01.12.1956, Qupperneq 10
56
Sameiningin
vildi helzt að það mál gæti náð fram að ganga fyrir næstu
helgi.
Safnaðarfundur var enn haldinn 14. des. 1913. Voru
fundargerðir fyrri fundanna lesnar og samþykktar. Séra
Hjörtur talaði um nauðsyn þess að söfnuðurinn kæmi sér
upp kirkju til guðsþjónustugerða og sunnudagaskólahalds,
því að fram að þessu höfðum við verið upp á aðra komin
með húsnæði fyrir starfsemi safnaðarins. Hann stakk upp á
að reynandi væri að kjósa nefnd til að heimsækja fólkið í
byggðinni til að grennslast um óskir þess og álit í þessu
máli. Ýmsir fleiri tóku undir í svipuðum tón. Mr. Andrés
Daníelsson gerði þá tillögu þess efnis að söfnuðurinn leitist
við að byggja kirkju, og að safnaðarforsetinn útnefni 15
manna nefnd til að hafa málið með höndum. Jón Reykdal
studdi tillöguna og var hún síðan samþykkt.
Á fundi 18. janúar 1914 skýrði Andrés Daníelsson, for-
maður 15 manna nefndarinnar, frá því að nefndinni hefði
orðið lítið ágengt í því að safna nægu fé til að byggja
kirkju fyrir 2,500.00 eða 3,500.00 dollara, eins og ráð var
gert fyrir í upphafi, leggur nefndin því til að sú kirkja,
sem byggð verði skuli ekki fara fram úr 30x60 að stærð, og
kostnaðurinn nema um 1,200.00 dollurum. Mr. F. Sigfússon
lagði nú til að ný 7 manna nefnd skyldi kosin og henni gefin
hemiild til að kaupa lóð og byggja kirkju. Mr. C. Casper
studdi tillögu þessa og var hún samþykkt. í þessa nefnd
voru kosnir þeir J. J. Straumfjörð, C. A. Casper, H. Sigurd-
son, A. Daníelsson, M. Josephson, Th. Goodman og J. John-
son. og var það þessi nefnd sem lét gjöra þá kirkju, sem
söfnuðurinn hefir haft til afnota síðan allt fram á þennan
dag. Fjársöfnunarnefnd var kosin á þessum sama fundi og
skipuðu hana þau Mrs. A. Daníelsson, Steve Sigurdson, H.
Leó, Mrs. M. Johnson og Dóra Josephson.
23. jan. 1914 gaf séra Hjörtur Leó skýrslu um messu-
gjörðir í samkomuhúsi I. O. F. allt þar til að það brann,
og síðan í meþódista kirkjunni, þar sem einnig var haldinn
biblíuskóli og sunnudagaskóli, á meðan að húsnæði var
fáanlegt til þess.
25. janúar 1914 bað séra Hjörtur Leó um burtfararleyfi
fyrir vetrarmánuðina, sem eftir voru og bauðst til að útvega
annan prest í sinn stað. Var honum veitt fararleyfið. Á þeim
fundi skýrði C. A. Casper frá því að byggingarnefndin hefði