Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1956, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.12.1956, Qupperneq 13
Sameiningin 59 frá fall hennar öllum hið mesta harmsefni; naut presturinn ríkrar samúðar, og fékk margvíslega hjálp hjá fólkinu á þeim erfiðu tímum. Alllöngu síðar giftist séra Halldór Matthildi Sveinsson, hinni ágætustu konu. Var þeim nú haldin veizla og gefnar margar ágætar gjafir. Hin nýja prestskona reyndist og mjög hjálpleg við sunnudagaskólann og kirkjulega starfið yfirleitt. Gekk svo fram til ársins 1928, en þá sagði séra Halldór af sér sem prestur safnaðarins. Séra Kristinn K. ólafsson, forseti kirkjufélagsins, var viðstaddur á næsta safnaðarfundi okkar, og lofaðist hann til að reynast hjálplegur með að útvega okkur prest. Hann minntist á son sinn, Erling, sem þá var við guðfræðinám, að hann mundi ef til vill geta veitt þjónustu í sumarfríi sínu. Um þetta leyti kom séra Hjörtur Leó vestur ásamt frú sinni og dvaldi hjá okkur í nokkra mánuði. Hann messaði einnig í Bellingham, Point Roberts og Seattle, og stundum á ensku. Hann reyndist mjög hjálplegur við að koma málum safnaðarins aftur í gott horf. Áður en þau hjón lögðu af stað austur aftur hélt söfnuðurinn þeim skilnaðarsamsæti og gaf þeim örlitla minningargjöf. Erlingur K. Ólafsson veitti nú söfnuðinum þjónustu í sumarfríi sínu. Hann var ungur maður fullur af lífi og áhuga. Starf hans á meðal okkar bar góðan ávöxt, en dvöl hans varð stutt. Nú bárust okkur þær fregnir að séra Valdimar J. Eylands væri væntanlegur til Bellingham sem prestur St. Mark’s kirkjunnar þar, og á fundi sem haldinn var 19. apríl 1931, gerði Mrs. Kristín Johnson tillögu, sem margir studdu, þess efnis að séra Valdimar yrði einnig kallaður sem prestur Blaine-safnaðar, og var sú tillaga samþykkt í einu hljóði. Var köllun síðan send séra Valdimar, ásamt Bellingham og Point Roberts, sem einnig skyldu mynda hið nýja presta- kall, og var tilskilið af söfnuðinum í Bellingham, að prestur- inn sæti þar. Séra Valdimar tók kölluninni og starfaði hér á slóðum í sjö ár. Reyndist starf hans og hinnar ágætu konu hans mjög farsælt og ávaxtaríkt á meðal okkar, og mun þeirra hjóna lengi minnst hér. Um sumarið 1932 var fundur haldinn á heimili Mr. og Mrs. Andrew Daníelsson. Var safnaðarnefndin þar viðstödd, og meðlimir kvenfélagsins „Líkn“. Mrs. Brandson, forseti kvenfélagsins gat þess að á síðasta fundi félagsins hefði

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.