Sameiningin - 01.12.1956, Side 14
60
Sameiningin
verið borin upp tillaga þess efnis að kvenfélagið beytti sér
fyrir byggingu samkomuhúss, bæði til fundarhalda og til
almennra afnota við starfsemi safnaðarins. Eftir nokkrar
umræður hét safnaðarnefndin málinu fullum stuðningi,
bauðst hún til að láta af hendi lóð fyrir byggingu þessa, en
lóðina hafði Andrés Daníelsson gefið söfnuðinum löngu fyrr.
Einnig lofaði nefndin því að útvega eins mikla sjálfboða-
vinnu og unnt væri, og greiða fyrir málinu á allan hátt, en
húsið skyldi vera í eigu kvenfélagsins.
Þessari byggingaframkvæmd var lokið á tveimur mán-
uðum, og var svo haldin stór fagnaðarhátíð 22. nóv. 1932.
Mikill undirbúningur var hafður fyrir þessa hátíð; var öllum
almenningi boðið til þessa fagnaðar, en þó þeim sérstaklega,
sem höfðu lagt fram fé eða vinnu til þessara framkvæmda,
eða greitt fyrir málinu á einhvern hátt. Á samkomu sem
var haldin 15. jan. 1933 vottaði Jóhann Straumfjörð, sem
hafði veitt smíði hússins forstöðu að mestu, meðlimum
kvenfélagsins og öðrum konum þakkir fyrir alla fram-
reiðslu þeirra á mat og kaffi á meðan á smíði hússins stóð.
Gat hann þess einnig að byggingin væri nú með öllu
skuldlaus.
Séra Valdimar sagði upp þjónustu árið 1938, og baðst
lausnar 1. ágúst sama ár, til þess að takast á hendur þjónustu
í Selkirk og Winnipeg. Var uppsögn hans tekin gild og
honum veitt umbeðin lausn. Hélt söfnuðurinn þeim kveðju-
samsæti og kvaddi þau með þökkum. Eftir þetta messaði
séra Kristinn K. Ólafsson, sem þá átti heima í Seattle, hér
einu sinni í mánuði fram að þeim tíma er séra Guðmundur
Páll Jónsson var kvaddur til þjónustu árið 1939. Séra Guð-
mundur messaði einnig á Point Roberts og í Bellingham á
ensku. Voru nú einnig teknar upp enskar kvöldguðsþjón-
ustur í Blaine. Prestskonan, Margrét Johnson, kom yngra
kvenfélaginu á stofn til styrktar hinu enska starfi. Um
þetta skeið var sambandið við Sameinuðu lútersku kirkjuna
í Ameríku (The United Lutheran Church in America) til
umræðu og afgreiðslu í kirkjufélaginu. Eftir miklar um-
ræður samþykkti Blaine-söfnuður að ganga í þetta samband
árið 1940.
Leið nú fram að árinu 1946, en þá sagði séra Guðmundur
af sér þjónustu hjá söfnuðinum. Hann hafði reynzt ötull
starfsmaður, og þótti fólki mjög fyrir því að hann lagði