Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1956, Side 15

Sameiningin - 01.12.1956, Side 15
Sameiningin 61 niður þjónustu. Var skrifara safnaðarins falið að votta Mrs. Johnson þakkir fyrir ágæta þjónustu hennar. Einnig voru þakkir vottaðar þeim séra S. O. Thorlaksson, sem var stadd- ur á fundi, J. J. Straumfjörð, sem lengi og trúlega hafði starfað í safnaðarnefnd, og Ellu Wells, sem var endurkosin skrifari. Nú veittu þeir Sigmar-feðgar söfnuðinum þjónustu um skeið. Séra Haraldur og séra Harald sonur hans messuðu til skiptis, og Eric Sigmar, sem þá var guðfræðinemi, þjónaði hér í sumarfríi sínu. Josephsons-systurnar gáfu trjáplönturnar við anddyri kirkjunnar í minningu um foreldra sína, Steinunni og Magnús Josephson, en þau höfðu verið meðlimir safnaðarins frá upphafi. Var nú fundur haldinn til þess að reyna að koma sér saman um að kjósa prest. Þar sem Blaine-söfnuður var nú einn um hituna, voru lítil tök á að geta boðið væntanlegum presti lífvænlegt kaup, og var því ákveðið að leita fyrir sér hjá ULCA um fjárhagslegan styrk í bili. Dan Daníelsson, formaður safnaðarnefndar, vottaði Eric Sigmar hugheilar þakkir fyrir frábæra þjónustu, sem hann hefði leyst af hendi þann stutta tíma, sem hann hafði dvalið hér og mælti með því að honum væri send köllun til fastrar þjónustu, en Eric Sigmar hafði þá þegar tekið köllun frá söfnuðunum í Argyle, Man. Mælti Sigmar mjög með séra Arthur Hanson, ungum manni af skandinaviskum upp- runa, að hann mætti verða prestur okkar. Fulltrúi safnaðar- ins á Point Roberts taldi söfnuðinn þar reiðubúinn að senda séra Arthur köllun til prestsþjónustu ásamt Blaine. Formaður lét þess getið að þessi söfnuður hefði ávalt verið sjálstæður fjárhagslega, og þætti mörgum það miður að þurfa nú að leita hjálpar annara (ULCA) til að halda uppi starfi hér, en þar sem um framtíð safnaðarins væri að ræða, yrðu persónulegar tilfinningar og stærilæti að lúta í lægra haldi. Var síðan ákveðið að senda séra Arthur Hanson prestsköllun, og einnig var ákveðið samkvæmt tillögu frá Mrs. Wells , sem Fred Ögmundsson studdi, að biðja ULCA að borga laun prestsins að hálfu á móti söfnuðinum. Séra Arthur tók kölluninni og kom hingað 1. júlí. Fólki féll mjög vel við þennan unga prest, og hann reyndist ötull og áhuga- samur í starfi sínu. En hann sagði af sér þjónustu árið 1950

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.