Sameiningin - 01.12.1956, Qupperneq 16
62
Sameiningin
til að taka söfnuð austur í ríkjum. Yar honum og konu hans
haldið kveðjusamsæti og þau leyst út með gjöfum.
Var nú enn haldinn fundur til að ræða prestsþjónustu-
málin. Séra Harald Sigmar í Seattle taldi sig fúsan til að
veita söfnuðinum þjónustu í sumarfríi sínu, og einnig taldi
hann að faðir sinn, Dr. Haraldur Sigmar mundi geta þjónað
söfnuðinum í nokkra mánuði. Var safnaðarnefndinni falið
að ráða fram úr þessu. Veittu þeir feðgar söfnuðunum
nokkra þjónustu til skiptis, nú um skeið.
Var loks ákveðið að biðja Dr. Harald Sigmar að veita
söfnuðinum bráðabirgðaþjónustu í eitt ár, með því skilyrði
að hann settist að í Blaine. Söfnuðurinn keypti nú hús til
afnota fyrir prestinn, og lét lagfæra það og koma því á allan
hátt í sæmilegt horf sem pretssetri. Var húsið því næst
vígt með tilhlýðilegri athöfn; þar söng séra Eric, sonur
sóknarprestsins, viðeigandi einsöng. Mikill fjöldi fólks var
viðstaddur; voru öllum bornar veitingar og dagurinn um allt
mjög ánægjulegur.
Séra Haraldur og frú hans hafa dvalið hjá okkur síðan,
og hefir starfsemi þeirra borið mikinn og góðan ávöxt.
Tala safnaðarfólks hefir aukizt að miklum mun, og sunnu-
dagaskólanemendum fjölgað. Nú höfum við tvo söngflokka
undir stjórn frú Sigmar og frú Kimball. Yngra kvenfélagið
hefir aukizt mjög að starfskröftum og vinnur merkilegt og
gott starf fyrir söfnuðinn. Starfshættir safnaðarins hafa
batnað að miklum mun á síðari árum, og starfsskilyrði öll
eru nú betri en nokkru sinni fyrr. Ný miðstöð er nú í kirkj-
unni, og einnig nýtt orgel. Kirkjan hefir verið máluð og gert
við hana á ýmsan hátt. Olson-fjölskyldan hefir gefið tvö
flögg til minningar um Mrs. Henry Olson; standa þau sitt
hvoru megin við altarið.
Eins og sjá má af því, sem að ofan greinir, hefir gengið
á ýmsu í sögu Blaine-safnaðar, en Drottinn hefir verið með í
starfinu þrátt fyrir allt og allt, og Hann hefir fært okkur
fram til sigurs, þannig að söfnuðurinn hefir þroskast og
aldrei staðið með meiri blóma en nú.
Við höfum átt góðu og einlægu starfsfólki á að skipa;
við höfum notið ágætra söngkrafta, og haft góða organista.
Sunnudagaskólinn hefir oft staðið í miklum blóma undir
handleiðslu kvenna eins og Mrs. Benson, Mrs. Wells, Mrs.