Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 24
70 Sameiningin Forseti þakkaði prestskonunni fyrir hjálp hermar við stofn- un þessa yngsta kvenfélags innan vébanda kirkjufélagsins, og alla hjálp hennar og áhuga. Mrs. John Sigurdson gerði tillögu, sem Mrs. Skardal studdi, að Mrs. Marteinsson sé gjörð að ævifélaga í kvenfélagi Vancouver-safnaðar. Var tillagan samþykkt í einu hljóði með því að konurnar risu úr sætum.“ Fyrir meira en þrjátíu árum naut ég þeirrar ánægju að hafa séra Rúnólf Marteinsson fyrir kennara minn við Jóns Bjarnasonar skóla, þar sem hann var bæði elskaður og virtur. Mér er það því mikið ánægjuefni að mega nú af- henda yður þessa gjöf, honum og konu hans til maklegs heiðurs. Með því að stofna þennan söfnuð og kvenfélagið tendr- uðu þau ljós á meðal okkar. Þess vegna tel ég það mjög til- hlýðilegt að við gefum þessa kertastjaka fyrir altarisljósin — ljósin, sem lýsa vegferð okkar í framtíðinni, — til minningar um starf þesara heiðurshjóna, Dr. Marteinssonar og frúar hans. Svo afhendi ég yður, séra Eiríkur Brynjólfsson, og yður, herra Hálfdán Thorlaksson þessa kertastjaka sem gjöf til safnaðarins frá kvenfélagi voru.“ Á kertastjökum þessum er áletrun sem hér segir: — “In honour of Dr. and Mrs. Marteinsson, our first Pastor and wife. Presented by the Women’s Auxiliary, Sept. 5th 1956.” Compliments of Superior Roofing Company Limited 91 Marion Street, St. Boniface PHONE 20-1141

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.