Sameiningin - 01.12.1957, Side 4
2
Sameiningin
Jólaræða
Bftir séra MAGNÚS HEIiGASON, frá Birtingaliolti
Konur og menn úr allri átt
allir rekið sömu götu
til Betlehem, þar liggur lágt,
lausnari heimsins, barn í jötu.
Beygið kné og fagnið fríðum
foringja lífsins náðarblíðum.
Þessum skáldsins orðum vil ég mæla til allra yðar, sem
hingað eruð komin á þessari hátíðarstundu, treystandi því,
að þér komið hér öll þess erindis, að beygja kné og fagna
fríðum foringja lífsins náðarblíðum; í því trausti, að þér
ekki hneykslist á hinu unga barni og hinni lágu jötu í
Betlehem. Því hver er sá staður um víða veröld er við hann
megi jafnast. Konungshallirnar með þeirra dýra skarti og
háreistu sölum, hvað eru þær móti þessari lágu jötu? Hinir
fegurstu staðir á þessari jörð, er hrífa hugann til undrunar
og aðdáunar yfir því, er þar ber fyrir augun, hvað eru þeir,
hvað er á þeim að sjá, hjá því sem í þessari dimmu jötu?
Hinir frægustu staðir heimsins, þar sem atburðir hafa orðið,
er kollvarpað hafa örlögum heilla þjóða, hvaða þýðingu hafa
þeir fyrir mannkynið í samanburði við jötuna í Betlehem?
Hversu margir listamenn hafa þreytt list sína á að mynda
það, sem þar ber fyrir augun: hina ungu móður með ný-
fædda barnið, Jósep og hirðana, sem tilbiðja það fullir af
lotningu og undrun. Og hversu mjög hafa guðræknir trú-
menn keppst um að prýða og dýrka þann stað. Á fjórðu öld
eftir fæðingu frelsarans, lét Helena keisaradrottning reisa
kirkju yfir hellinum hjá Betlehem, þar sem Kristur fæddist.
Og enn stendur þar kirkja, ævagömul; undir sjálfu altarinu
liggur trappa niður í lágan helli, þar sem mælt er að Jesús
hafi fæðst. Jatan, sem var, er nú lögð marmara, hellisvegg-
irnir huldir rauðu silki; silfurlampar loga þar nótt og dag;
pílagrímar frá nálægum og fjarlægum löndum, frá öllum
trúarflokkum kristilegrar kirkju streyma þangað daglega,
og beygja kné sín biðjandi á þeim helga stað. En fegurri en
allt það skraut, sem trúin og hjátrúin, hafa hjúpað þenna
stað með, er sú hin dimma viðhafnarlausa jata er guð-
spjallið í dag minnir oss á. Heillaríkara og mikilvægara