Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1957, Síða 13

Sameiningin - 01.12.1957, Síða 13
Sameiningin 11 Guði og góðri lukku minni að geta komizt leiðar minnar, geta mætt ungmennunum, áætlun samkvæmt og einnig flutt messu á sunnudaginn, eins og ákveðið var. Þó hálf-kveið ég fyrir ferðinni, því að aldrei áður hafði ég farið þessa leið. Ég komst áætlun samkvæmt til Vancouver, náði í “Taxi,” og komst yfir Frazer-ána á ferju. Rigninguna hafði nú stytt upp. Ég reyndi að fá keyrslu til Pt. Roberts, en þess var enginn kostur. Hugarhlýr maður einn, er ég mætti, sagði mér nákvæmlega til vegar og lét svo ummælt, að ég mundi hafa birtu yfir sléttlendið, en í skóginum gæti ég ekki villzt, því vatn myndi vera í skógarbrautinni. Ég hóf svo göngu mína, eins hratt og mér var auðið til þess að komast eins langt og auðið væri áður en aldimmt yrði. Vatn var í skógarbrautinni, og varð ég votur upp að knjám. Hálf ömurleg var hún þessi skógarganga mín! Ég íagnaði innilega er ég kom út úr skóginum og nálgaðist heimili Jónasar bónda Samúelssonar og sá húsið allt upp- Ijómað, en þar hafði ég ákveðið að mæta fermingar-ung- mennunum. Mér var fagnað af mikilli einlægni. Það sem gladdi mig mest, var að allir unglingarnir voru þar saman komnir, og höfðu beðið mín hátt upp í tvo klukkutíma. Þeir töldu víst að ég kæmi Vancouver-leiðina. Eftir að hafa þegið góðgerðir og haft sokkaskipti hóf ég svo kennsluna, og varð hún, eins og svo margar stundir, er ég átti með þessum ungmennahóp, okkur öllum ógleymanleg — og markaði, að ég hygg, nýtt spor í trúarreynslu okkar allra, eða sú var að minnsta kosti mín eigin reynsla. — Á trinitatis-hátíð um vorið fór ferm- ingarathöfnin fram, að miklum mannfjölda viðstöddum; bæði enska og íslenzka voru notuð við messuna, er fór fram í skólahúsi byggðarinnar. Við fengum leyfi til að slá upp bráðabirgðar-altari til þess að fermingin og altarisgangan gætu orðið sem hátíðlegust og líkust því, sem átti sér stað „í sóknarkirkjunni heima á íslandi,“ sem í þessu tilfelli hafði í flestra reynslu verið í Mýrdalnum — eða í Húna- vatnssýslu. Ég gat fengið einkar viðeigandi mynd að láni á einu heimili í byggðinni, er var hagkvæmlega komið fyrir í altarinu af Sigurði P. Scheving, listrænum smið byggð- arinnar. Og nú eftir 43 ár hafa miklar breytingar að verki verið. Flestir af samherjunum úr hópi fullorðna fólksins eru nú

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.