Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1957, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1957, Blaðsíða 15
Sameiningin 13 Fimmtíu ára afmæli Immanuel söfnuður á Baldur, Man., minntist 50 ára afmælis síns með hátíðlegri guðsþjónustu á sunnudaginn 3. nóvember. Við þá athöfn prédikaði forseti kirkjufélagsins, séra Eric H. Sigmar, og söng einnig einsöng. Prédikaði hann í kirkju sinni, St. Stephen’s í Winnipeg, árdegis sama dag, en flaug svo vestur til Baldur í einkaflugvél eins af safnaðar- mönnum sínum, og var kominn þangað í tæka tíð fyrir há- tíðarmessuna kl. 3. Mun það í fyrsta sinn, að forseti kirkju- félagsins notar flugvél til að ferðast á milli messustaða sama daginn. Strax að lokinni guðsþjónustunni fóru fram veit- ingar, sem kvenfélag safnaðarins stóð fyrir, í samkomuhúsi bæjarins. Immanuel söfnuður var stofnsettur á fundi, sem hald- inn var að heimili Andrésar Helgasonar á Baldur, 30. október 1907. Um nokkurt skeið, þar áður, höfðu guðsþjónustur farið fram, og sunnudagaskóli var haldinn í leigðum húsakynnum í bænum. Um það leyti voru flestir þorpsbúar meðlimir í Frelsissöfnuði á Grund. Á stofnfundinum mælti sóknar- prestur Argyle prestakalls, sem þá var séra Friðrik Hall- grímsson, síðar dómprófastur í Reykjavík, sterklega með því að sérstakur söfnuður væri myndaður í Baldur. Margir leik- manna tóku í sama strenginn, og gerði Kristján Johnson tillögu um safnaðarmyndun, og studdi frú Helga Johnson tillöguna. Voru þessir á stofnskrá safnaðarins: Mr. og Mrs. Sigurjón Christopherson, Mr- og Mrs. Jón Björnsson, Mr. og Mrs. Ólafur Anderson, Mr. og Mrs. Joseph Davidson, Hjörtur Davidson og fjölskylda, Kristján Bene- diktsson, Sigurður Finnbogason, Björn Josephsson og fjöl- skylda, Sigurður Eyford og fjölskylda, Mr. og Mrs. Tryggvi Friðriksson, Lína Friðriksson, Gerða Christopherson, Rósa Hallgrímsson og fjölskylda, Guðbjörg Magnúsdóttir, Ragn- hildur Sveinsson, Kristín Dalmann og fjölskylda, Óli Oliver og fjölskylda, Björg Snorradóttir, Thorkell Eiríksson og fjölskylda, Jón Klemens og fjölskylda, Andrés Helgason og fjölskylda.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.