Sameiningin - 01.12.1957, Blaðsíða 11
Sameiningin
9
Þegar um öxl er litsð
Það er margt sem skýrist í huga manns, þegar litið er
í næði yfir liðna tíð. Meðan maður stendur mitt í önnum
dagsins er lítill tími til athugana, því að margþætt störf
kalla þá stöðugt að. Þannig hefir það verið fyrir mér um
hjáliðin 42 ár, er ég hefi verið þjónandi sóknarprestur. Við
það að hætta fastastörfum og hafa nægan tíma til athugana,
sækja ýmsar minningar að huga mínum.
Eitt slíkt smáatriði, er átti sér stað í byrjun starfsferils
míns, enda áður en ég fékk prestsvígslu, hefi ég að gamni
mínu fest á þessi blöð-
Það var sumarið 1914 að ég hóf starf mitt á Kyrrahafs-
strönd undir umsjón séra Hjartar J. Leo. Um haustið varð
það að ráði að hann færi til Winnipeg og yrði kennari við
Jóns Bjarnasonar skóla. Með samþykki safnaðanna íslenzku
á Kyrrahafsströnd (Blaine og Pt. Roberts í Washington-ríki
og Vancouver-safnaðar í B.C.), og samkvæmt ráðstöfun
Kirkjufélagsins, tók ég við prestsþjónustu í söfnuðunum
við burtför hans; en auk þess átti ég að vera umferðaprestur
Kirkjufélagsins í Washington-ríki og í British Columbia.
Árla í október-mánuði hóf ég fermingar-undirbúning
ungmenna í Þrenningar-söfnuði á Pt. Roberts. Þar höfðu ís-
lendingar búið síðan 1893, en það ár höfðu þeir flestir komið
þangað frá Victoria, B.C. Síðan hafði byggðin aukizt þar,
en aldrei hafði ferming ungmenna verið framkvæmd þar,
enda mjög lítil prestsþjónusta þar framan af árum; aðallega
frá aldamótum, af hálfu séra Jónasar A. Sigurðssonar, er
þá var búsettur þar.
Það voru 8 ungmenni, sem í ráði var að fermd yrðu
vorið 1915. Sum þeirra voru fullþroska og ein gift kona var
1 hópnum, Mrs. Gróa Sæmundsson, kona Kolbeins Sæmunds-
sonar, síðar prests í Seattle, og enn þjónandi þar við ágætan
orðstír. Hún var ein af fjórum börnum hjónanna Helga
Thorsteinssonar og Dagbjartar Dagbjartsdóttur konu hans.
Læt ég nöfn og aldur þessara ungmenna fylgja þessum
línum: