Sameiningin - 01.12.1957, Qupperneq 12
10
Sameiningin
Mrs. Gróa Sæmundsson, 24 ára
Rúna Thorsteinsson, 18 ára
Ingibjörg Helgason, 17 ára
Gunnlaugur Thorsteinsson, 17 ára
Jónas Thorsteinsson, 16 ára
Jón Goodman, 16 ára
Hallgrímur Pétursson Vog, 16 ára
Thorsteinn J. Sæmundsson, 19 ára.
Frá byrjun kynningar minnar við þessi ungmenni hafði
ég óvenjulega nautn og gleði af umgengni við þau, og ég
hafði oft með þeim verið umgetið sumar. Þau voru svo
þroskuð og andlega sinnuð, veittu uppfræðslutilraunum
mínum viðtöku með gleði, og voru flest prýðisvel að sér í
íslenzku máli- Langaði mig mikið til að vanda uppfræðslu
þeirra sem allra bezt að mér væri auðið. —
Á þeirri tíð er hér um ræðir, voru ferðalög milli Blaine
og Pt. Roberts allmjög erfiðleikum háð. Ég fór venjulega
þangað frá Blaine með motorbát, á föstudögum, kl. 9 ár-
degis, er messa skyldi á Pt. Roberts næsta sunnudag. Heim
til Blaine komst ég aldrei fyrr en á mánudagskvöldum,
því að báturinn fór aðeins þrisvar í viku. Þar sem ég átti
ekki bíl, en fjárhagur minn var ærið þröngur, fékk ég mjög
sjaldan keyrslu, enda var vegurinn meðfram Mud Bay, frá
Blaine til Pt. Roberts, mjög slæmur á þeim árum, en vega-
lengdin 35 mílur. — Eini annar vegur að komast á annexíuna
í Pt. Roberts, var að fara með farþegalestinni (Great
Northern), er fór um Blaine dag hvern, um kl. 1 e. h. til
Vancouver, B.C. Þaðan var hægt að fara með “Taxi” til
Frazer-árinnar, á ferju yfir ána til Ladner, B.C., en þaðan
voru 9 mílur yfir Ladner-sléttlendið og um stórskóg að fara
áður en til Pt. Roberts kæmi. Enginn sími var milli Ladner
og Pt. Roberts á þessum árum.
Aðfaranótt þriðja föstudagsins í nóvember, (er messa
átti næstkomandi sunnudag á Pt. Roberts), gerði ofviðri
mikið, er hélst allan daginn til kvölds, en sljákkaði þá með
stórrigningu- Gamli Sörensen, skipstjóri bátsins, tjáði mér,
að eins víst væri að hann færi ekki fyrr en næsta mánudag.
Símalínan milli Blaine og „Tangans,“ var í ólagi, sökum of-
veðursins, og því ókleift að boða messufall.
Eftir dálitla umhugsun afréð ég að fara með sunnan-
lestinni til Vancouver, kl. 1 e. h., á föstudaginn, treystandi