Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1957, Side 7

Sameiningin - 01.12.1957, Side 7
Sameiningin 5 ljósi sinnar eigin dýrðar. Það getum vér alls eigi gjört oss hugmynd um, það er hátt hafið yfir vorn skilning. En ef vér vildum sjá ímynd hins guðlega kærleika, svo fagra, að englar himins mega hníga í duftið af undrun, og þó svo einfalda, að hvert barn getur skilið hana, þá hugsum oss húsið í Betlehem með barninu liggjandi í jötunni, og hirðunum á knjám fyrir því, og með gullum stöfum letrað þar uppi yfir: Svo hefur Guð elskað heiminn. Guð er kærleikurinn, og barnið í jötunni er opinberun Guðs kærleika á þessari jörð, og hið lága hreysi er upp- ljómað af geislum hins himneska kærleika. Svo hefur Drottinn þóknast þér, og þá vill speki kenna mér, að heimsins auð og allt hans glys þú eigi virðir meir en fis. En svo bjart sem móti oss skín frá jötunni í Betlehem Guðs trúfesti og kærleikur, þá megum vér eigi síður dást þar að Guðs dýrðlega almætti. Hversu fátæktlegt er allt umhverfis hina lágu jötu í því litla hreysi, og hversu stór- kostlegt er þó það, sem Guð hefur framleitt af þeirri litlu byrjun? ísraelsþjóðinni átti frelsari að fæðast, og hann er í jötu lagður, er hann fæðist. Öllum heiminum átti frelsari að fæðast, og hann kemur í heiminn í lágum helli hjá lítils- virtri þjóð. Guð vildi reisa sér musteri á jörðu, er blót- stallar heiðinna guða skyldu hverfa í duftið fyrir, og þetta musteri byrjar í auðvirðilegum afkima með jötu í stað altaris, hjálparlaust, nýfætt hjúfrandi barn í stað guðanna, fátækir hirðar í stað skrúðklæddra hofgoða. Hefði æðsta prestinum í Jerúsalem þá verið sagt, að eftir 200 ár mundu menn beygja kné og til tilbiðja Guð í lágum helli í Betle- hem, en eigi steinn yfir steini standa af hinu skrautlega musteri í Jerúsalem — þá mundi hann hafa kallað slíkt guðlöstun. Hefði einhver þá sagt hinum ríka keisara, Ágúsusi, er réði yfir nær því öllum kunnum löndum, að á þeirri nóttu hefði fátækt sveinbarn fæðst í Gyðingalandi, er stofna mundi það ríki er hans ríki yrði að lúta, og að hans eftirkomendur mundu með lotningu krjúpa á kné fyrir sveini þeim — þá mundi hann hafa álitið þann vitfirring. Ef einhver hefði sagt spekingum Grikklands, að Gyðingur

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.