Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 6
4 SAMÉiííííréiír
mjog samrýmd. Þeir fóru á mis við formlega skólamennturi,
en átt'u og ávöxtuðu mjög haldgóða sjálfsmenntun, sem
þreifaði fyrir sér að verðmætu takmarki í lífinu. Dæmi
þeirra og annara er þá leið hafa farið með góðum árangri,
minnir á að öll menntun þarf að leiða til sjálfsmenntunar
eða visna upp sem óveruleiki.
---—0--------
Að þessu sinni vildi ég sérstaklega minnast Jóns bróður
míns, sem síðastur af systkinunum varð héðan kvaddur.
Andlát hans bar að eftir margra mánaða sjúkdómsstríð
þann 11- október 1957 á spítala í Cavalier í Norður-Dakota,
og var hann jarðsunginn á fæðingardegi föður okkar, 15.
október, af séra Eric H. Sigmar. Hann var rúmlega 84 ára
gamall er hann lézt og átti þannig langan og merkan
æfidag.
Foreldrar okkar voru þau hjónin Kristinn Ólafsson og
Katrín ólafsdóttir, sem urðu í hópi fyrstu frumbyggjanna
í Garðarbyggð í Norður-Dakota. Þau fluttust til Vestur-
heims árið 1873 í fyrsta stórhópi frá ættjörðinni í seinni
útflutningshreyfingu nítjándu aldarinnar, sem varð upphaf
allra íslendingabyggða í Ameríku nema þeirri í Utah, er var
eldri. Jón fæddist í járnbrautarlest á þeirri ferð, er haldið
var frá Ottawa, þar sem lent var inn í Bandaríkin, þann
26. ágúst. Engin tvímæli' eru á því að hann var að lögum
innfæddur Bandaríkjamaður, þó nokkrir hafi talið hann
fæddan Canada hegin landamæralínunnar, sem er hæpið,
en sá sem fæddur er á ferð á fæðingarrétt við takmark
ferðarinnar.
Fyrsta viðdvölin í þeirri ferð varð Bandaríkjamegin-
Þar var fjölskyldan tekin af lestinni. Móðir okkar var sár-
veik í nokkrar vikur, en er hún var ferðafær var haldið
áfram til Milwaukee í Wisconsin-ríki. Þangað var komið
snemma í október. Eftir fáa daga bauðst föður okkar vist
hjá norskum bónda í grend við Black Earth í Wisconsin-ríki.
Tók hann boðinu og fluttist þangað með fjölskylduna. í
þrjú ár átti hún þar heima og naut síh vel. Launin voru
lítil, en afkoman góð. Nægjusemi skipaði þá öndvegi. Faðir
okkar vandist allri búvinnu og fékk þannig gócian undir-
búning undir að stofna bú sjálfur, en svaeðin þá ötakmörkuð
þar sem heimilisréttarlönd stóðu til boða. Vafð það úr árið