Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 17
Sameiningin 15 því yfir í áheyrn safnaðar síns, að hann teldi sig ekki krist- inn. Áleit hann vafamál, samkvæmt fréttum þessum, að Kristur hafi gefið verðugt dæmi um það hvernig maðurinn skuli haga lífi sínu. Taldi hann að spurningin um það hvort unitarar ættu að telja sig kristna hefði orðið hitamál (acute) þegar kirkjudeild þessi breytti nafninu á hinu opinbera málgagni sínu, þannig, að í staðinn fyrir Christian Register, kom Unitarian Register. Ætla má að þessi klerkur skipi sér í vinstra fylkingararm þessarar hersveitar. Naumast munu þeir sem tilheyra unitör- um, upp til hópa, reiðubúnir að lýsa því yfir að þeir séu ekki lengur kristnir menn. ☆ ☆ ☆ Prófessorar ledddir í kór í desember og janúar heftum Kirkjuritsins, málgagns íslenzku þjóðkirkjunnar, koma tveir þjóðkunnir prófessarar fram á sjónarsviðið í umræðum um kristindóm og kirkju- mál. í desember heftinu er birt viðtal við prófessor Magnús Jónsson, dr- theol. sjötugan, en í janúar heftinu er viðtal við próf. Alexander Jóhannesson, dr. phil. Ummæli dr. Alexanders um trúarbrögðin almennt, og kristindóminn sér- staklega, eru mjög hlýleg. „Mín sannfæring er,“ segir hann, „að enginn maður sé algerlega trúlaus." Aðspurður um af- stöðu trúar og vísinda, segir hann: „Trúin er „vísindi11 hjartans, þar sem venjuleg vísindi eru reist á starfi heilans. Trúin er vissan um, að guð sé höfundur lífsins og allra lífs- lögmála, og vitanlega hafa trúarhugmyndir manna oft verið fáránlegar. En sama má segja um ýmsar vísindagreinar, eins og t. d- læknisfræði. Eftir því sem mannleg þekking hefir aukizt, einkum á síðustu áratugum, má segja að lítil hætta sé á árekstri milli trúar og vísinda.“ Kirkjuna telur prófessorinn hafa bjargað íslenzkri menningu gegnum ald- irnar allt fram á þenna dag. Prófessor Magnús kann vel við sig í kirkjukórnum á sjötugsafmælinu, enda hefir hann alla ævi verið þjónn kirkjunnar, þótt hann hafi einnig fengizt við margvísleg önnur störf, enda er hann manna fjölhæfastur, og á sér glæsilegan feril að baki. Um afstöðu sína til guðfræðinnar segir hann í þessari afmælisgrein: „Og svo að ég víki aftur

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.