Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 8
6
Sameiningin
önnur tækifæri efldi og örfaði menn til átaka og atgjörvis.
Hér var vakandi hugur og viðhorf, sem setti merki sitt á þá,
sem voru andlega móttækilegir. Það var hressandi blær
yfir lífinu.
f þessu andrúmslofti ólst Jón upp til fullorðinsára.
Heimilið lagði til sinn skerf. Lífið var ekki fjölbreytt, en
það átti ungan þrótt. Unglingarnir urðu snemma að taka
þátt í heimilisönnum og að bera ábyrgð á sínu hlutverki-
Þannig skapaðist heilbrigður manndómur til þátttöku í líf-
inu. Skemmtanir voru fáar og einfaldar. Ber það ef til vill
vott um hneigð Jóns að snemma gerðist hann mjög hrifinn
af skáktafli og hélt því lengi við. Það er ekki tilviljun ein
hve margir er ólust upp um þetta skeið og' höfðu lítið tæki-
færi til að njóta skólamenntunar, hösluðu sér völl engu síður
í lífinu til að vera sjálfstæðir og dugandi menn. Sjálfs-
menntun getur verið „seintekin og dýrkeypt,“ eins og Jón
komst einu sinni að orði í bréfi til Dr. Becks, en hún er
haldgóð.
Mest af æfi sinni stundaði Jón búskap, fyrst með föður
okkar og síðan á eigin spýtur. Það kom að því, eftir því sem
við systkinin hurfum að heiman, að hann varð einn eftir
með foreldrum okkar. Tryggð hans við þau og umhyggja
hans fyrir þeim var frábær. Án hans aðstoðar hefðu þau
orðið að hverfa frá heimilinu, sem var þeim frábærlega
kært. Jón var aldrei hálfur í neinu sem hann tók að sér-
Jóni farnaðist vel við búskap. Hann var bæði útsjónarsamur
og duglegur. Vandvirkni einkenndi allt, sem hann gerði.
Hann átti vakandi hug fyrir umbótum, lagði rækt við kyn-
bætur í bústofni sínum og kunni með að fara svo ekki úr-
eltist. Hann byggði upp vandað og ágætt heimili og sparaði
ekkert til. Var um langt skeið í fremstu röð bænda í sveit-
inni og þó lengra væri leitað. Hann tamdi sér örlæti fremur
en að safna auði.
Haustið 1914 kvæntist Jón Kirstínu Hermann, dóttur
hinna alkunnu hjóna Hermanns Hjálmarssonar Hermann
frá Firði í Mjóafirði og Magneu Pétursdóttur Guðjohnsen,
systur frú Láru Bjarnason. Hún er ágæt kona og vel
menntuð, sem tekið hefir mikinn og góðan þátt í velferðar-
málum byggðarinnar, auk þess að annast heimili sitt með
prýði og sinna ritgerðum og ræðuhöldum, þegar því var að
skipta. Hún var lengi fyrir sunnudagaskóla heimasafnaðar-