Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 3
Sameiningin
A quarterly, in support of Church and Christianity amongst Icélarid’ers'
Piiblishéd by
THE B'VANGEIjICAL LUTHEEAN SYNOD OP NÖRTH AMERICA
Authorized as Second Class Mall, Post Office Department, Ottatva
Editor: DR. V. J. EYLA.NDS
68G Banning- St., Winnipeg 10, Manitoba, Canada
Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 757 Home St., Winnipeg 3, Manitoba
Stormar lífsins
(Brot úr ræðu)
Vér sem nú erum fullorðnir höfum allir verið í eða heyrt
að minnsta kosti drunur hins mesta stórviðris, sem frá alda
öðli hefir gengið yfir veröldina. Síðan því linti eru liðin
einungis tólf ár. Á því litla augnabliki tímans hefir komið
í ljós, hve kynjamargt hins fúna og feiskna hefir sópast
burt í því voðalega óveðri. En meðan nokkuð er eftir fúið
og spillt í heiminum, koma stormar, þeir koma ugglaust
margir enn í einhverri mynd. Og þótt stormar þeir séu illir,
sprottnir af synd og ranglæti vor mannanna, og þeir séu oss
en eigi Guði að kenna, þá er Guð þó í storminum, að því leyti,
að hann notar storminn, sem rís upp af ranglæti sjálfra vor,
til þess að hreinsa og bæta andrúmsloftið í mannheiminum.
Og um líf vort einstaklinganna verður það ávallt að
segja, að stormar reynslunnar eru oss gefnir af guðlegri náð,
að þeir séu oss hér í lífi sem heilagir hreinsunareldar, er
brenni sorann úr manngildi voru og umskapi oss til myndar-
innar fögru af frelsara vorum Jesú Kristi.
Fyrir stormviðrin hafa öll beztu hlutskiptin fallið þjóð-
unum í skaut. Allt sem gott er, er dýrt. Lífið býður aldrei
kjörkaup. Við veg þann, sem mannkynið hefir komið upp
hlíðarnar neðan úr dalnum, er blóð í hverju spori. Sérhvert
spor, sem mannkynið hefir stigið í framfaraáttina, hefir það
stigið yfir fallnar hetjur, sem fórnuðu sér. Guð hefir brunað
fram í fellibyljum og stormviðrum mannkynssögunnar-
Svo er með fellibylinn síðasta og mesta, sem sögur fara af.
Þegar fram líða stundir skal það sannast, að Guð var í
stormviðri styrjaldarinnar miklu. Skýin, sem enn eru, eftir