Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 12
10 Sameiningin Á víð og dreif Hið víslesna tímarit “LOOK” birtir nú greinaflokk um kirkjumál. Nefnist flokkurinn Saga kirkjudeildanna í Ameríku. í apríl hefti þessa rits birtist grein um Sögu sið- bótarkirkjunnar, eftir mann að nafni Hartzell Spence; er grein þessi 6000 orð að lengd, og íylg'ir henni fjöldi mynda- Er hér rakin saga lúterskra manna frá því er þeir komu fyrst til New Amsterdam (New York) árið 1624, og allt til þessa dags, er kirkjudeildin telur rúmlega 7,388,000 í 16,561 söfnuði, sem eru dreifðir um hið mikla meginland frá hafi til hafs. Lúterska kirkjan í Ameríku er á öru þróunarstigi, segir greinarhöfundur, nýir meðlimir hópast að, nýjar kirkjur og skólar rísa upp hvaðanæva, og nýir starfshættir eru við- hafðir, þótt trúarsteínan haldist óbreytt. Höf. tilfærir ummæli ónefnds heimildarmanns fyrir því, að „lúterska kirkan standi nú á eins konar vegamótum í sögu sinni.“ Ný samvinnuátök eru víða auðsjáanleg, og þegar þær hreyfingar sem nú eru efst á baugi hafa fengið fulla framrás, er sennilegt að þessi kirkjudeild verði allt öðruvísi útlits en hún er nú. En þetta var ekki ávallt til- fellið, segir hann. Um aldamótin stóð þessi kirkjudeild í nánu sambandi við móðurkirkjurnar í Skandinavíu og á Þýzkalandi. Á þeim fimmtíu árum sem liðin eru síðan hefir kirkjan lagt til hliðar útlendingseinkenni sín, og er nú eins mikill alþjóðabragur á henni eins og á þjóðlífinu sjálfu sem hún lifir og hærist í. í þessu sambandi nefnir höfundur samvinnu hinna ýmsu greina kirkjunnar, og sam- steypu þeirra. Um aldamótin voru að minnsta kosti 25 sjálfstæðar kirkjudeildir innan lútersku kirkjunnar í Amer- íku; bráðum verða þær aðeins 10, þegar þær samsteypur hafa náð fram að ganga sem nú eru fyrirhugaðar. Og enn heldur samvinnustefnan áfram, og eftir nokkur ár verður sennilega aðeins ein lútersk kirkja til í öllu landinu. Á sama hátt er orðin gagnger breyting á afstöðu þessarar kirkju- deildar til hinna almennu mannfélagsmála; í liðinni tíð hefir hún að mestu látið þau mál afskiptalaus. En eftir 9 ára athugun og nefndarstörf gerði Sameinaða lúterska kirkjan

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.