Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.03.1958, Blaðsíða 14
12 . Sameiningin legar hreyfingar, einnig þær .neikvæð.u,:ikoEiT,a-;seinj,. og. síðar meír til Islendinga, .eu .hverfa syo ekki úr meðvitund þeirra fyrr en löngu eftir að þær eru úr sögunni sem umtalsefni með öðrum þjóðum. í árásum sínum á kristindóm og kirkju eru íslendingar nú orðnir langt á eftir tímanum, eins konar eftir- legukindur í fjöilum uppi. Straumur hugsanalífsins á meðal menntarnar.ua með öðrum þjóðum hefir snúist mjög á aðra sveif hin síðari ár, menn standa auðmjúkir og fullir undrun- ar frammi fyrir viðburðum og vandamálum samtíðarinnar, en vilja yfirleitt engu slá föstu um það að kristindómurinn sé úreltur orðinn. Einnig hér vestan hafs hafa allmargir íslendingar orðið úti á reginfjöllum í hugsun sinni um andleg og kristileg mál. Þótt aðrir séu fyrir löngu komnir til byggða, eða séu á leið þangað, hafast þessir menn við í „sæluhúsum“ einangrunar og andhælisháttar, og þykjast að meiri menn. Þeir halda uppi árásum sínum á kristindóm og kirkju, eins og ekkert hafi ískoríst. Hverjum þeir vinna gagn með þessu er þeim vonandi sjálfum ljóst. Þetta kemur fram í sinni nýjustu mynd í síðastn árgangi Tímarits Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi (XXXIX ár). Þetta tímarit hefir nú lengi átt erfitt uppdráttar vegana sívaxandi samdráttar lesenda sinna og aukinnar fjárkreppu; er það því töluvert minna að vöxt- um nú en undanfarin ár. Mundi maður ætla að því meira væri þá vandað til efnisins, sem blaðsíðurnar eru færri en áður. Samt sem áður er nú nítján blaðsíðum varið til sögu er nefnist Áni gamli eftir J. P. Pálsson. Er sagan fremur efnislítil, og skrifuð á vestur-íslenzku. En andinn er reiðu- búinn, þótt holdið sé veikt. Sagan er sem sagt gróf og grímu- laus árás á kirkjuna. Söguhetjan, Áni gamli er skálkur og stórþjófur, en hann gerir grein fyrir athöfnum sínum á þessa leið: „Öll mín strákapör framdi ég í þjónustu kirkju og rétttrúnaðar.“ (bls. 45). Heimskringlu þykir hér feitt á stykkinu. 1 tölublaðinu frá 26- marz, segir í ritstjórnargrein: „Er greinin rækilegur snoppungur á trúhræsnina, sem ekki er hægt að neita, að þjóðlífi íslendinga hér hefir verið samfara.“ Hver er sá sem hefir vald til að dæma um leyndar hugrenningar mannlegt hjarta, og kveða á um, hvenær menn eru hræsnarar eða einlægir í trúarlífi sínu?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.