Sameiningin - 01.04.1945, Qupperneq 6
70
kirkjum fóru að prédika meira en áður út af hinum sér-
staka boðskap föstunnar. Þetta hefir vafalaust borið góða
ávexti í hugum og hjörtum kirkjufólksins. Það ber því
meira á föstuhaldi alstaðar en áður var.
Dr. Charles Clayton Morrisson hinn mikilhæfi ritstjóri
vikublaðsins Christian Century í Chicago, sem nú er talið eitt
hið allra merkasta kristindóms-rit þessa lands, skrifaði fyrir
nokkrum árum næsta eftirtektarverða föstu hugvekju á
ritstjórnarsíðu blaðs síns. Þar sagði hann, meðal annars
þetta: “Sársaukinn, sjálfsafneitunin, og fórnfærslan eru
þau umhugsunar efni, sem eðlilegast er að tengja huga
sinn við á föstunni. Vér erum þá að hugsa um gagnsemi
og blessun píslanna og sjálfsfórnarinnar fyrir vort andlega
líf og vorn innri þroska”. Hugvekju sína endar hann með
þessum eftirminnilegu orðum: “Fastan er ekki sex daga
útfararathöfn. En hún er tímabil alvarlegra hugleiðinga og
nýrra góðra ákvarðana. Þá skal maður minnast með þakk-
læti hinna góðu gjafa Guðs, og gleðjast útaf fegurð og
krafti lífsins. Hún á að gefa okkur nýja dýrðar sjón á sigri
lífsins yfir dauðanum”. Þetta er falleg og virðingarverð
lýsing á þýðingu föstunnar fyrir kristinn mann. Þess væri
naumast að vænta að maður úr þeirri deild kirkjunnar
gengi í þessu efni lengra en hér er gjört.
Mér finst þó frá voru sjónarmiði, að vér geta gengið lítið
eitt lengra, en þar er gjört. Fastan á að vera oss tímabil
alvarlegra hugleiðinga áreiðanlega, en líka ákveðinnar
sjálfsprófunar. Hún á að vera tími vakningar, iðrunar og
afturhvarfs. Fastan getur oft verið oss tími fagnaðar í
Guði og djúprar tilbeiðslu og bænariðju við Guð. Oss er
það hin dýpsta þörf að rannsaka það við og við hvort vér
erum sjálf ánægð með afstöðu vora til Guðs, kirkju hans
og málstaðar. Til slíkrar rannsökunar er fastan vel fallin.
Ert þú ánægður með afstöðu. þína við Guð, bróðir eða
systir? Ert þú viss um að þú sért að gefa guði það sem
Guðs er- Ert þú ánægður með það hvernig þú ert að fara
með þitt eigið líf? Finst þér að hugsanir þínar, hugsjónir og
líf sé statt á sönnum sigurvegi?
Slíkar hugsanir og athuganir finst mér að heyri föst-
unni til. Og þær þurfa fram að fara fyrir augliti Guðs og í
auðmýkt og bæn. Bænar samband við Guð þyrfti að vera
oss andlegur matur og drykkur á föstunni, ekki síst.
En nú vil eg víkja að því, bræður og systur, að þunga-