Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1945, Page 7

Sameiningin - 01.04.1945, Page 7
71 miðjan og aðalatriðið í öllu því sem föstunni tilhevrir er hinn hrjúfi og grimmi kvalakross. Og um það aðalatriði föstunnar vil eg nú tala nokkur orð meira. Yér skulum þá snöggvast hverfa í anda til Nazaret í Galileu og staðnæmast litla stund við hina nafnkunnu smiðju þar. Vér fyrir finnum þar hinn unga og glæsilega trésmið. Faðir hans er dáinn á næsta ungum aldri. Hann hefir eftirskilið elsta soninn, sem enn er barnungur, til að vinna fyrir fjölskyldunni í þessari smáu og tekju- snauðu smiðju. Og það vill hann reyna að gjöra meðan hann getur haldið þar kyrru fyrir. Hinn ungi og þreytti starfsmaður virðist vera í þung- um þönkum. Hann ber það með sér að innrætið er gott, og sálin fögur og sterk. Vér skulum hugsa osss að þegar vér horfum þarna á hann í anda, þá standi hann í huga á krossgötúm og verði nú að því er honum sjálfum finst, að taka mjög alvarlegar og mikilsverðar ákvarðanir fyrir framtíðina. Hann er þó ekki beinlínis að velja um það hvort hann skuli hrinda frá sér krossinum, eða hinsvegar auðmýkja sig og bera krossinn. Nei, hann er fremur að velja um það, hvort hann skuli helga sér og tileinka þá lífsstefnu og hugsjón, sem leiði til þess að hann geti borið mjúk klæði, og ríkulega notið gæða hins jarðneska, líkam- lega lífs; eða hinsvegar að hann helgi sig og líf sitt þeim hugsjónum og þeirri stefnu sem gjörði hann að þjóni með- bræðra sinna og leiði hann inn á þá vegi að uppbyggja, viðhalda og efla ríki Guðs í sálum einstaklinga og í stofn- unum mannfélagsins. í anda sjáum vér hann taka sína fös'tu og óbifanlegu ákvörðun. Hún er sú, að gefa sjálfan sig, að týna lífi sínu fyrir mennina, og í þjónustu föðursins og mannkynsins. Hún er sú að leggja alt fram sem hann á, sinn mátt, sitt andans atgerfi, sitt líf, til að bjarga mönn- unum og ekkert annað. Þegar Jesús hafði gjört þessa ákvörðun varð krossinn óhjákvæmilegur í hans lífi. Þegar hugsjónirnar, sem menn hafa tileinkað sér og markið sem þeir stefna að er þjónusta og sjálfsfórn í þágu mannanna, þá verður ekki um það valið hvort maður beri krossinn eða ekki, því þá er krossinn í lífi mannsins, líka orðinn óhj ákvæmilegur. Menn hljóta þá “að taka upp sinn kross og fylgja Kristi.” Ekki eru allir krossar eins, og ekki heldur allur kross-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.