Sameiningin - 01.04.1945, Qupperneq 9
73
þjónustu þeirrar hugsjónar að blessa líf hinna undirokuðu
og þjáðu, og samt vera frá því leystir að bera krossinn?
Og þýður blærinn mun bera yður svarið frá heilögum
Guði: “Nei, börnin mín, það er ómögulegt. Krossinn er
óhj ákvæmilegur.
Oss þykir vænt um krossinn sem tákn og sem skraut-
grip, til að prýða oss með. Vér höfum miklar mætur á
krossinum þegar hann kemur fram sem höfuðatriðið i sálm-
um og andlegum ljóðum.
Vér dáum krossinn, þá er hann ljómar í skæru og skín-
andi ljósi í stórfeldum skáldverkum og sögum. En Guð al-
máttugur vill sína oss það ljóst og greinilega að vér þurfum
og líka að þekkja og virða hinn hrjúfa og grimma kross
þjáninganna, sem alveg óhjákvæmilega staðreynd í lífi
mannanna þá er þau vilja helga sig hugsjón þjónustunnar
fórnfærslunnar og starfsins, er verði mannkyninu til bless-
unar og Guðs málefni og ríki til eflingar á þessari jörð. Hann
vill að vér börnin hans lærum að skilja þörfina að beygja
sig niður þó til jarðar sé, til að hefja vorn kross, og bera
hann í nafni Drottins vors Jesú Krists, til blessunar mönn-
unum og til sigurs Guðs málefni á þessari jörð.
Arnen.
íslenzka lýðveldið endurreiát
Erindi flutt á kirkjuþingi í Argyle, Man., 17. júní 1944.
Eftir séra Valdimar J. Eylands, Winnipeg, Man.
Nefnd sú, sem hafði með höndum undirbúning þessa
kirkjuþings, ákvað fyrir löngu síðan að þessi samkoma í
kvöld skyldi helguð umhugsun um það mál, sem mestu
varðar nú á landi feðra vorra —■ íslandi — en það er endur-
reisn hins forna íslenzka lýðveldis, sem í dag hefir náð fram
að ganga eftir 680 ára samband þjóðarinnar við önnur ríki.
Eg tel það mjög tilhlýðilegt að vér nemum staðar mitt í
fundarstörfum vorum til þess einmitt að hugsa um þetta
mál. Vér erum öll af íslenzku bergi brotin, og enda þótt vér
séum þjóðhollir þegnar kjörlanda vorra, Canada og Banda-
ríkjanna, höfum vér samt sem áður mikinn áhuga fyrir öllu