Sameiningin - 01.04.1945, Page 10
74
því, sem gerist á íslandi, öllu því er snertir hag og farsæld
stofnþjóðar vorrar.
Mér er það ljóst að eg get ekki sagt ykkur eldra fólkinu
neitt nýtt um sögu íslands, sem yður er ekki áður kunnugt.
Samt tel eg það nauðsynlegt að rifja upp nokkra drætti úr
sögu þjóðarinnar, einkum þá er snerta hina löngu og erfiðu
baráttu fyrir stjórnarfarslegu fullveldi, takmarkið sem nú
er náð á þessum mikla merkisdegi í sögu landsins.
Hið upphaflega lýðveldi á Islandi var stofnað, eins og
alkunnugt er, árið 930 á Þingvelli við Öxará. I dag mæna
augu allrar þjóðarinnar, og annara þjóða, að því leyti sem
þessum viðburði er veitt nokkur eftirtekt utan íslands, á
þennan sama stað.
Lýðveldið var stofnað af Norðmönnum, sem mátu frelsið
meira en óðul sín í heimahögum, og vildu með engu móti
beygja kné sín fyrir Haraldi konungi. Þeir settu þing á stofn
er þeir nefndu Alþing. Hafði það löggjafar og dómsvald
með höndum. Þetta var fyrirrennari og fyrirmynd hinna
miklu lýðvelda nýtímans. Alþingi íslands hefir haldist við
um aldirnar, og á 1000 ára afmælishátíð sinni árið 1930
hlaut það þá viðurkenning frá hinum mikilhæfa fulltrúa
Bretaveldis, sem þá var þar staddur, að það væri “amma
þjóðþinganna”. Lýðveldið stóð í hérumbil 330 ár, og er það
tímabil tíðum nefnt gullöld íslands.
Vitanlega dó ekki víkingslundin út um leið og lýðveldið
.var stofnað; hinsvegar má til sanns vegar færa að hún lifir
enn með þjóð vorri. Fyrsta verulega átakið sem reyndi á
traustleika þessa skipulags kom nálægt 60 árum eftir stofnun
þess, þegar ákveða skyldi hvort íslendingar ættu að taka
við eða hafna kristinni trú, sem átrúnaði landsmanna. Um
þetta mál var þjóðin þá klofin í tvo ákveðna flokka, annar
þeirra var meðmæltur en hinn mótfallinn hinni kristnu
trú. Leit svo út um skeið að kristindómurinn yrði að ásteit-
ingarsteini, og að þjóðin myndi hans vegna steypast út í
blóðuga boi’garastyrjöld. Þessu óláni varð þó afstýrt, mest
vegna vitsmuna og mannkosta tveggja leiðtoga, Þorgeirs
frá Ljósavatni og Halls frá Síðu. Þessir menn, sem báðir
voru gæddir framsýnisgáfu og manngöfgi, stiltu til friðar og
leiddu þetta mál til farsællegra lykta. Er hér um eitt hið
glæsilegasta dæmi að ræða úr sögu þjóðar vorrar þar sem
heilbrigt mannvit fær beislað ástríður og ofsa. Alt frá þeim
tíma hefir átrúnaðurinn á Krist, og aðdáun á Óðni, guðspjöll-