Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1945, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1945, Blaðsíða 11
75 in og íslendingasögurnar, hin róttækasta íríhyggja og innileg guðrækni, auðmýkt frammi fyrir Guði og afneitun alls hins guðlega átt samleið í fari íslendinga, fyrst undir þaki kaþólsku kirkjunnar, og síðan um siðaskifti undir víðum veggjum hinnar evangelisku lútersku þjóðkirkju Islands. Þessar tvær stefnur hafa barist um íslendinga og þeir um þær jafnan síðan, og hefir ýmsum veitt betur, og leikurinn hefir borist alla leið hingað vestur um haf. Því er tíðum haldið fram að til forna hafi í raun og veru ekki verið um lýðveldi að ræða á íslandi, heldur hafi þetta verið einskonar höíðingjaríki, því að þeir einir hafi ráðið öllu. Að vísu mun þetta hafa verið svo í fyrstu, en þó leið ekki á löngu að alþýða manna tók að hlutast til um stjórn landsins. Jafnvel þeir sem fluttir voru til landsins sem þrælar urðu brátt jafningjar fyrri eigenda sinna, Höfð- ingjar voru skyldir til þess lögum samkvæmt að skipa með sér menn í dóma, hver úr sínu umdæmi. Það er hinn fyrsti vísir til almenns kosningaréttar. Síðar var landinu skipt í sýslur og hreppa; jókst þannig hlutdeild manna í stjórn landsins, og tilfinning fyrir samábyrgð heildarinnar í al- mennum málum. En þrátt fyrir margt sem vel var um þetta stjórnarfar, bar það þó í brjósti sér vísi sinnar eigin eyðileggingar. Vegna ótta við það sem nú er nefnt einræði láðist þessum lýðfrjálsu víkingum og niðjum þeirra að mynda sterka mið- stjórn, eða að sjá um framkvæmdarvald í landinu. Af þessu leiddi að margir höfðingjar, eða goðar, eins og þeir voru nefndir, urðu sem smákonungar hver í sínu héraði, og létu sér tíðum umhugað um það eitt að auka völd sín og mannaforráð. Af þessu leiddi endalausar deilur innan lands og völdin söfnuðust í hendur fárra manna sem oft voru fjandsamlegir hvor í annars garð. Þar kom og, er aldir liðu, að íslenzka stjórnarfyrirkomulagið varð skoðað sem leyfar af úreltri fortíð og fékk ekki lengur þann stuðning sem því var nauðsynlegur í almenningsálitinu. í bókmenntum og listum meginlandsins tók nú mjög að bera á konungadýrkun. Hugmyndin um hið guðlega vald konunganna náði að festa rætur í hugum afkomenda víkinganna úti á íslandi. Loks komum vér að þeim sorglega þætti í stjórnarfarssögu íslands, að afkomendur höfðingjanna sem höfðu flúið Noreg fyrir ofríki konungs, leita nú á náðir eftirmanns þess hins sama konungs, og biðja hann að bjarga sér frá sjálfum sér, og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.