Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1945, Síða 15

Sameiningin - 01.04.1945, Síða 15
79 þessara manna talaði af meiri einurð, né heldur af einlægari löngun til umbóta íslandi til handa, heldur en Dr. Jón Bjarnason, stofnandi þessa kirkjufélags. Ef nokkru sinni var vökumaður á veggjum Zionar þá var það hann. Hann átti til að bera ótakmarkað áræði, og áhuga umbótamannsins. Hann sveiflaði sverði andans af slíkum mætti, og sálfræði- legu innsæi að hann hlaut að fá áheyrn alstaðar. Þótt ádeiluritum hans, eins og t. d. “Út úr þokunni”, og “ísland að blása upp” væri einkum beint að þjóðkirkju íslands, mun höfundurinn hafa talið þau eiga erindi til allrar þjóð- arnnar, enda hittu þau víða í mark. Það getur naumast taiist vafamál að raddir manna eins og séra Jóns Bjrnasonar, séra Friðriks Bergmann, og annara á þessu tímabili áttu sinn þátt í því að vekja þjóðarsamvizku íslands, og stuðlaði þannig, þótt óbeint væri, að þeim sigri sem nú er unninn með stofnun lýðveldisins. Vér Vestur-íslendingar samfögnum íslandi og íslenzku þjóðinni á þessum merkisdegi sem hún er nú búin að bíða eftir í nær sjö hundruð ár. Vér höfum látið heimaþjóðina vita huga vorn í þessu efni. Vér höfum samkvæmt boði íslenzku ríkisstjórnarinnar sent fulltrúa heim á Þingvöll, til að túlka þar huga vorn. Til þeirrar ferðar höfum vér valið einn vorn ágætasta mann, Dr. Richard Beck, forseta Þjóðræknisfélagsins. Hann er staddur á Helgafelli íslands —- Þingvöllum í dag — og flytur þar ræðu fyrir vora hönd og tjáir öllum íslendingum hjartaþel niðjanna í Vesturheimi, og bænir þeirra fyrir landi og þjóð. Auk þess hefir Þjóðræknisfélagið látið smíða eirskjöld einn fagran, sem vér vonum að verði íestur á vegg á Al- þingishúsi íslands til að minna á hugarþel þeirra Vestur- Islendinga sem nú lifa, löngu eftir að orðin sem eru töluð i dag eru gleymd, og þessi kynslóð er horfin af sjónarsvið- inu báðu megin hafsins. Vil eg enda mál mitt með því að tilfæra áletrunina á skildi þessum: “íslendingar í Vesturheimi samfagna heimaþjóÖinni í tilefni af endurreisn hins íslenzka lýðveldis 17. júní 1944. Guö blessi ísland. Vér höldum allir hópinn þótt hafið skilji löndin.”

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.