Sameiningin - 01.04.1945, Síða 16
80
Orkin hans Nóa fundin
Þetta virðist sumum, ef til vill, undarleg og ótrúleg
frétt, en eftir síðustu heimildum að dæma, þá eru allar
líkur til þess að hún sé sönn.
I marz-hefti Magazine Digest stendur eftirfarandi grein,
sem tekin er úr blaðinu Life Digest, sem gefið er út í
Melborne í Ástralíu og er talið hið merkasta blað.
Nú fimm þúsund árum eftir að dúfan, sem hann Nói
hleypti út úr örk sinni, er strandað hafði á Ararat fjalli,
kom til baka með olíuviðarlaufið í nefinu, vott þess að flóðið
mikla væri að þverra, var flugmaður að nafni Valimar
Roskovitsky að fljúga meðfram þessu söguríka fjalli í
Armeníu, þegar aðstoðarmaður hans kallaði til hans og
sagði: “Líttu þarna niður”.
Roskovitsky gjörði eins og félagi hans sagði honum og
sá einkennilega sjón. Það var geysilega stórt skip, með
ávölu dekki, sem lá í ís á strönd vatns, sem var ísþakið.
Flugmaðurinn flaug nokkra hringi í kringum skipið og eins
nærri því og hann þorði, svo nærri að hann sá lögun þess
skýrt. Möstrin voru stutt, en sterkleg, og dekkið ávalt,
eins og þeir sem byggðu hefðu búist við að sjóir myndu
ganga yfir það.
Þegar flugmennirnir komu heim til flugstöðvar sinnar,
sögðu þeir félögum sínum frá hvað þeir hefðu séð, en félagar
þeirra gerðu gys að frásögn þeirra, og hlógu að þeim, —
allir, nema yfirmaður þeirra, sem kvaðst vilja sjá þetta
sjálfur, svo þeir fóru aftur og kafteinn þeirra með þeim,
og eftir að fljúga nokkra hringi í kringum þetta einkenni-
lega skip í fjallshlíðinni, lentu þeir, og varð kapteininum
þá þetta að orði: “Eg held að það sem við höfurn séð, sé
örkin hans Nóa”.
Undir eins og kringumstæður leyfa, taka 'sérfræðingar
sér ferð á hendur, til þess að skoða skip þétta og ganga úr
skugga um hvort ummæli rússneska kapteinsins séu á rök-
um byggð eða ekki. En nú þegar hafa þrjár rannsóknar-
nefndir skoðað þennan fund og kemur þeim öllum saman
um, að ekki geti verið um annað að ræða en örkina hans
Nóa. Þegar skip þetta fanst, voru Rússar þátttakendur í