Sameiningin - 01.04.1945, Qupperneq 17
81
fyrra heimsstríðinu og höfðu um annað að hugsa en forna
viðburði, og sagan um fund þennan barst seint út, en þegar
hún barst til Moskva voru tvær sendinefndir af þar til
völdum hermönnum sendar til að að rannsaka fréttina.
Báðar þessar rannsóknar nefndir komust á staðinn þar sem
þetta nýfundna skip var, eftir að ferðast um ísbreiður,
klungrast yfir íssprungur og klifra upp þverhnýpta íshamra.
Þeir skoðuðu skipið nákvæmlega, mældu það, að innan og
utan og tóku myndir af því.
í örkinni, eða þessu skipi, eru fleiri hundruð af her-
bergjum og eru í fullu samræmi við skipanir þær er Guð
gaf Nóa: “Smáhýsi skalt þú gjöra í örkinni”. Sum her-
berg'in eru ærið stór, auðsjáanlega g'jörð til þess að hýsa
dýr, sem voru mikil vexti, svo sem fíla, rhinocerosis og
hippopotamusi. í öðrum herbergjum er hátt til lofts og'
hafa máske gíraffar og úlfaldar verið hýstir þar. í öðr-
um eru básar, með sterkum milligerðum er líkjast mjög
króm þeim, sem apar eru geymdir í nú á dögum í dýra-
görðunum, og enn önnur herbergi í örkinni eru gjörð með
fínum slám á þeirri hlið, sem fram að gangi arkarinnar
veit, eins og þar væri um stórt fuglabúr að ræða.
Lögun og frágangur á þilfarinu, sem er úr sterkum
viðum, eða plönkum; virðast í fullu samræmi við fyrir-
skipun þá er Nóa var gefin um, að gjöra glugga á örkinni
og “búa hann til á ofanverðri örkinni”.
Mjög skömmu eftir, að skýrslur og skilríki nefndanna
sem fyrstar fóru til að rannsaka fund þennan komu til
Rússlands, braust borgarastríðið út, og skilríkin og mynd-
irnar, sem teknar voru af örkinni glötuðust, eða voru
eyðilagðar, ef til vill, af mönnum þeim, er á þeirri tíð vildu
útskafa og eyðileggja öll trúarleg áhrif ritningarinnar
f heimsumrótinu að stríðinu loknu, gleymdist nálega
þessi arkarfundur, en samt barst fréttin um hann til
eyrna tyrkneskum liðsforingjum, og þeir réðu við sig að
fara og rannsaka hvort nokkur flugufótur væri fyrir
fréttinni. Þeir komust á staðinn, eftir mikla erfiðleika og
fundu örkina, lítt skemda, en nálega innibygða í ís.
Á meðal rannsóknarmannanna, var enskur sérfræð-
ingur, sem kvað það engum vafa undirorpið, að efnið,
sem skip þetta, eða örk væri byggt úr væri hinn forni
gófurviður, sem ritningin talaði um og væri sérstök teg-
und síprusviðar.