Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1945, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.04.1945, Qupperneq 18
82 Stærð þessarar nýfundnu arkar, er nálega alveg hin sama og Guð fyrirskipaði Nóa. Þeir fáu hálf viltu fjallabúar, sem næst bjuggu stað þeim, sem örkin fanst á, voru mjög tregir til að tala um þetta forna skip, og því tregari til þess að koma nálægt því. Óhreinar og undarlegar verur höfðu átt að sjást í gegnum glugga þess og mönnum því hollast að halda sig í sem mestri fjarlægð frá því. Þessir fjallabúar gátu þó upplýst eitt atriði, sem jafn- vel þeir af rannsóknarmönnunum er viljugastir voru til að trúa, að skipið í hlíð Ararats fjallsins væri virkilega örkin hans Nóa, sem bjargaði lífi manna, dýra og fugla á jörð- inni, er reiði Guðs lét hið mikla vatnsflóð yfir hana ganga, sökum illra verka, og hugsana mannanna, gátu ekki komist framhjá, og það var: Hvernig gat skip, þó það væri byggt úr ágætasta viði, sem til var, og bikað, bæði að innan og utan, varist tímans tönn í 5000 ár? Menn vita, að hurðir sem búnar eru til úr gófur eða síprusviði geta enst í þúsund ár. En það eru engin dæmi til þess að þær hafi enst í 5000 ár og jafnvel, þó örkin, eins og nú á sér stað, sé innilukt í ís tíu mánuði úr árinu, þá hefðu þeir tveir mánuðir, sem sól sumarsins nær til að þíða klakann ofurlítið á þeim stað sem örkin er, nægt til þess, að allt viðarverk væri fyrir löngu rotið og horfið. En gamlir fjallabúar á þessum stöðvum sögðu að árið 1883 hefðu komið geigvænlegir jarðskjálftar og þá hefðu stór stykki brotnað úr ískrónu Ararat fjalls og oltið ofan fjallshlíðina, og í einu slíku ísstykki hefði skip þetta verið, og hefðu fjallabúar fundið það síðari part sumars, er þeir voru þar á ferð, með öðrum orðum, er það lang sennilegast að örkin hafi verið innilukt í ís svo að ekkert loft hafi að henni komist, þar til nú í síðast liðin sextíu ár. Eftir að þessar upplýsingar voru fengnar sannfærðist rannsóknarnefndin um, að hún hefði fundið hina upphaflegu Nóaörk. Síðar var sú niðurstaða studd með vitnisburði Erki- djákna Nouri frá Jesúsalem og Babylon, sem er lærður maður og víðförull. Eftir rannsóknir sínar meðfram hinu söguríka Evfrat fljóti fór hann til Arrarat fjalls og fékk sér leiðsögumenn til staðar þess, sem skipið er að finna á, skoð- aði það nákvæmlega og eftir þá rannsókn sína mælti hann: “Eg er sannfærður um að þetta er örkin hans Nóa”. J. J. B., þýddi.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.