Sameiningin - 01.11.1947, Blaðsíða 3
GUÐ VOR GUÐ
Guð vor Guð í himins hæðum
hátign blíð á veldis stól,
líf og máttur ofar öllu
alt er vígt af þinni sól.
Himinn, jörð og höfin lofa
helgidóm þinn ást og náð.
Þitt er sannleiks orð og andi
eilíf speki, vald og ráð.
Mannkyns líf og alt sem andar
er í þinni verndar hönd.
Miskunn þín með frið og frelsi
faðmar himinn, sæ og lönd.
auglit þitt á öllu hvílir
alt er þínum lögum háð.
Aidrei neinu ást þín gleymir
alt er þitt, vort líf og ráð.
Lífsins herra, ljúfi faðir
líkn og sigur þinni hjörð,
einka skjól um æfi leiðir
er þín hjálp á dauðans jörð.
Veit oss sekum faðm þinn finna
frið og andans sælu hag.
Þegar kvöldsins húmið hylur
mnsta dagsins sólar lag.
M. Markússon.