Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1947, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.11.1947, Blaðsíða 14
170 Sameiningin mega flytja einhverjar skýringar á sannleikanum, sem til góðs mætti verða. Eftir þennan formála vil ég þá snúa mér að efninu sjálfu. Þegar ég hugsa heim til íslenzku þjóðkirkjunnar, renna upp fyrir mér, fyrst af öllu, örfáar æskumyndir. Æska mín þar var að vísu stutt, tæp 13 ár. Eg átti þau fáu ár í einni sveit, Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Eg var á tveimur bæjum í þeirri sveit.' Gilsárteigi, þar sem ég var fæddur, og Eyvind- ará, þaðan sem ég fór til Canada. í Gilsárteigi var rófu- garður fyrir sunnan bæinn. Laugardag einn að sumri til, man ég eftir því, að ég var beðinn að hreinsa burt arfann úr garðinum og var mér heitið því, sem verðlaunum fyrir viðunanlegt verk, að ég fengi að fara til kirkju næsta dag, sem var sunnudagur. Mér til gleði hrepti ég verðlaunin. — Kirkjustaðurinn var á Eiðum, sem var aðeins bæjarleið frá Gilsárteigi. Presturinn, sem þar þjónaði var séra Björn Þor- láksson á Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá. Hann hafði ann- exíu á Eiðum. Eg man eftir kirkjunni, með lágu skilrúmi milli framkirkju og kórs. í kór, voru hliðarbekkir beggja vegna. Eg sá prestinn skrýddan í rykkilín og hökul, standa fyrir fallegu altari og flytja þar guðsþjónustu. Svo sá ég hann í hempu flytja prédikun í prédikunarstólnum, sem var í milligjörðinni til hliðar. Eg hlustaði á sönginn. Síðan ég kom hingað vestur, hefir mér fundist þessi messuskrúði vera of íburðarmikill og að fallegra væri aðeins smekkleg hempa; en ég veit, að ein tilfinning náði haldi á mér, drengnum í Eiðakirkju, en það var helgiblærinn, sem yfir allri athöfninni hvíldi. Mér fanst þetta helgur staður, og einhver óljós tilfinning var hjá mér fyrir því að það væri eitthvað guðlegt við það, sem þar fór fram. Eg hygg, að þetta hafi aukið lotninguna í minni sál. Mér þótti vænt um að fara í kirkju. Eftir að við vorum komin að Eyvindará, áttum við all-langa leið á kirkjustað- inn, og við urðum að ganga, en ég vildi fara og fór þangað nokkrum sinnum. Eg gekk dálítið til spurninga til séra Björns og þótti mér það skemtilegt. Séra Björn var eini presturinn, sem ég hafði nokkur veruleg kynni af, þó ég sæi móðurbræður mína, séra Jón Bjamason og séra Berg Jónsson í Yallanesi. Næst vil ég minnast á heimili mitt. Eg man eftir hús- lestrum á sunnudögum, föstuhugvekjum og Passíusálmum. Mér var kent að lesa og skrifa heima og jafnvel kent dá-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.