Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1947, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1947, Blaðsíða 12
168 Sameiningin Ef Kristur er með þér, fær enginn óvinur unnið þér mein. Sá, sem finnur Krist, finnur mikla gersemi, besta allra annara gæða. Sá, sem fyrirgerir rétti sínum til Krists, fer á mis við það, sem er meira vert en heimur allur. Sá er fátækastur sem lifir án Krists, en ríkastur er sá, sem á hann að vin. Það þarf mikla kunnáttu til að geta átt samræðu við Krist, og að geta átt samleið með honum útheimtir mikinn vísdóm. Gakktu fram í auðmýkt og rósemi, og þá mun Kristur vera með þér. Vertu einlægur og friðelskandi, þá mun Kristur fylgja þér. Vel má svo fara, að þú missir af kærleika hans og sam- fylgd, ef þú snýrð af vegi hans til að leita tímanlegra hags- muna. Ef þú hrindir honum frá þér, hvert er þá að flýja, og hver á þá að vera vinur þinn í hans stað? Þú megnar ekki að lifa vinarlausu lífi; ef Kristur er ékki vinur þinn, verður líf þitt raunalegur einstæðingsskapur. Þess vegna er það ekki hyggilegt af þér að treysta neinum öðrum en honum. Það er þér betra þótt allur heimurinn sé þér mótsnúinn, en að vera í ónáð við Krist. Af öllum hlutum kærum, lát kærleikann til Krists yfirgnæfa. Allar gjafir Guðs skaltu elska af tilefni Krists, en hann sjálfan skaltu elska vegna hans sjálfs. Mest af öllu ber að elska hann; hann einn er algerlega góður og tryggastur allra vina. í honum og hans vegna eiga vinir þínir og óvinir að vera þér kærir; það ber að biðja fyrir þeim öllum, svo að Kristi megi þóknast að láta þá þekkja sig og elska. Legðu enga stund á að öðlast ást eða orðstýr meðal manna; það er réttur Guðs. Hann á sér engan líka að dýrð og veldi. Gaktu með hreinu hugarfari og lát engan svifta þig frelsi þínu. Þú átt að vera hreinn og einlægur fyrir Guði, og fram- ganga í heilleik hjartans fyrir augliti hans, svo að þú verðir fyllilega frjáls og komist að raun um gæzku hans. Sannast sagt, nema því eins að Kristur verndi þig og leiði, af miskunn sinni, færðu aldrei að njóta þess fagnaðar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.