Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1938, Page 3

Sameiningin - 01.01.1938, Page 3
^anu'imngin. Mánadarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. % Vestrheimi Ritstjórar: Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Gutto'rmur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Kúnólfur Marteinsson, 493 Lipton St., Winnipeg. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. 53. ÁRG. WINNIPEG, JANÚAR, 1938 Nr. 1 “I Jesú nafni áfram enn með ári nýju kriátnir menn” Gamla árið er “liðið í aldanna skaut,” en “nýtt ár enn þá Guð oss gefur.” Endurminningarnar um árið liðna, sumar hverjar, eru skelfilegar. Það er ekki annað en sannleikur, og engum er það til góðs að neita því. Sumstaðar er það nefnt í hinni helgu hók að djöfullinn hafi verið látinn laus. Menn- irnir leyslu djöfulinn í veraldarstríðinu mikla og þeim hefir ekki tekist að kveða hann niður síðan. Hann gengur nú “um kring eins og grenjandi l.jón leitandi að þeim, sem hann geti glei])t.” “Undarlegt sambland af frosti og funa” eru mennirnir. Margir þeirra, sem þátt áttu í veraldarstríðinu sáu framtíð- ina í dýrðarljóma réttlætis og kærleika. Fórnin mikla í styrjöldinni átti að kaupa mannkyninu frið og farsæld. Alt átti að verða nýtt. Þjóðirnar áttu að ganga í bandalag lil þess að vopnagnýr heyrðist ekki framar, en bræðralag breiddi greinar sínar yfir allan hefm. Vitrustu menn jarðarinnar komu saman til að semja þennan nýja Fróðafrið, en héldu að það yrði framkvæmt með því að taka fyrir kverkar á sum- um þjóðum og neyða þær til að taka sér byrði á bak, sem þeim var ómögulegt að bera. Þeir hefðu þó vel mátt vita, að hefnd vekur hefnarhug; en svona er blindni mannanna.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.