Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1938, Side 6

Sameiningin - 01.01.1938, Side 6
4 Fimm ára gamall kom Willie heim aftur til föður síns, sem þá var kvæntur í annað sinn, og hafði eignast ofurlitinn landsblett. Hann byrjaði skólagöngu næsta ár, og sjö ára gamall var hann í tómstundum látinn hjálpa föður sínum í bómullarakrinum. Plógnum gat hann ekki stýrt fyr en sagað var af sköftunum — svo lítill var hann, þegar hann byrjaði að plægja. Leiksystkini hans voru negrabörn í nágrenninu; og þegar hann var níu ára eignaðist hann sinn hezta vin utan fjölskyldunnar. Það var barnakennari, svartur á hörund, virðulegur ásýndum og mesta góðmenni. Hann hét Eury Simpkins, og var oftast kallaður “Uncle Eury.” Þegar þeir hittust í fyrsta sinni var Willie að leika sér í brautarjaðri, moldugur frá hvirfli til ilja. Svarti kennarinn brosti við honum og sagði góðlátlega: “Drengur minn, vertu maður!” Þetta var nokkurs konar máltæki hjá Uncle Eury; og eftir hans skoðun var það alt eitt að vera maður og að vera kristinn maður. Hann hafði djúp áhrif á hvíta drenginn. Willie gekk á biblíuskóla og lærði lexíurnar sínar af mestu ástundun. Hann langaði til að verða maður, kristinn maður, eins og Uncle Eury. Þegar Willie hafði lokið námi í barnaskólanum, hal'ði hann sterka löngun til að halda áfram að menta sig; hann vildi helzt verða prestur. En það voru engin tök til þess. Hann þurfti að hjálpa föður sínum að halda lifinu í fimm smábörnum. Búskapurinn gekk ekki vel, því að bómullar- maðkurinn, boll weevil, var orðinn skæður víða í South Carolina. Þeir l'eðgar mistu uppskeruna hvað eftir annað, og síðan landið og heimilið. Þeir fengu vinnu við sögunarvél. Kaupið var “dollar og kvart” á dag, sem þeir höfðu háðir til samans. Fylgdu þeir vélinni frá einum bónndlar-húgarði til annars í fimm ár samfleytt. Willie komst í góð kynni við svertingjafólkið, lærði að meta kosti þess öreigalýðs, trúar- einlægnina, barnslyndið, lífsgleðina. Hann hefir aldrei litið niður á blökkumenn eða amast við þeim, eins og vill brenna við hjá hvítum mönnum suður þar. Hann var sjálfur e.in- lægur trúmaður, kendi stöðugt í sunnudagsskóla; bjó enn yfir von um að geta orðið prestur einhvern tíma, en sú leið virtist lokuð fyrir t'ult og alt. En svo var það einn dag þegar Willie var á seytjánda ári, að faðir hans heyrði gelið um lýðháskóla vestur í Georgia, þar sem nemendur fengu að vinna fyrir vist og kenslu. “Ef þig langar lil að fara, sonur minn,” sagði hann, “þá fárðu. Eg kemst af einhvern veginn.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.