Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 8
gagns fyrir svertingjana, en hvernig eiginlega, það var honuni
ekki ljóst, og því síður hvar hann ætti að finnai efni til að
gjöra nokkuð slíkt.
Með þetta í huganum var hann einn dag á gangi í bænum
Edgefield. Mætir honum þá svertingja kona, sem leiðir sex
ára gamlan drenghnokka við hönd sér. Barnið æpti upp yfir
sig af hræðslu, þegar hann kom nær, sleit sig af móður sinni
og hljóp í dauðans ofboði út á mitt stræti. Þetta féll honum
afslcaplega þungt: barnið var svona hrætt við hann, af því
að hann var hvítur maður. “Eins og eg væri óargadýr!”
sagði Willie við sjálfan sig.
Og þó var honum vel við negrana. Honum þótti vænt
um Unle Eury. Skyldi hann aldrei geta launað bréfin —
dollars-seðlana? Þá sér hann alt í einu luisið aftur í hugan-
um, og það er opið og — fult af bókum! Og Willie Buffing-
ton sá annað meira á því augnabliki; hann gat hyrjað að
koma þessu í framkvæmd! Hann leitar í vösum sínum og
finnur tíu cent; kaupir fyrir þau fimm frímerki, fer inn í
gistihússtofu og fær sér þar ókeypis pappír og umslög og
skrifar fimm bréf, mönnum, sem hann þekti ekki. Biður
hann þessa menn að senda sér hók eða bólcarverð í lestrar-
safn fyrir allslausan sverlingjalýðinn þar í nágrenni sínu.
En ef viðtakandi geti það ekki, þá að senda sér eitt frímerki
aftur, svo hann geti komið þessari beiðni til einhvers annars
manns.
Þessi fimm bréf voru skrifuð rétt fyrir jólin, árið 1931,
þegar “kreppan” var hörðust. Það sýndist vera glapræði að
hugsa sér verulegan árangur af slíku betli. Enda liðn tveir
mánuðir áður en hann fékk svar. En þá kom Hka gjöf, sem
uin munaði. Þúsund bækur, frá svertingjasöfnuði norður í
New York. Willie Buffington mintist á orð ömmu sinnar,
þegar hann starði voteygur á þessa ótrúlegu gjöf: “Fáðu
Drotni það litla sem þú hefir. Hann gjörir kraftaverkið.”
En nú var húsið eftir. Willie safnaði saman svertingj-
um í nágrenninu; þeir hjuggu tré í húsveggina og skutu sam-
an fé—einhvern veginn—fyrir annað, sem við þurfti. En það
var ekki af miklu að taka. Hvað eftir annað leit svo út sem
þeir yrðu að hætta. “Við urðum að reisa húsið í trú,” segir
Willie, “og þessvegna heitir það ‘trúarskáli.’ ”
Á næstn jólum var húsið komið upp; átján-og-tuttugu
fet, með reykháfi úr steini og opnu eldstæði. Bókum er rað-
að í snotrar hyllur. Blöð og tímarit, gömul flest, sem góðir