Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 9
7
menn hafa gefið, eru þar í bunkum á stóru borði. Stólar
voru líka gefnir og annar húsbúnaður, og radió. Svertingj-
arnir komu þar saman til að lesa, hlusta á útvarpið og skemta
sér með leikjum og söng. Og umsjónarmaðurinn er Uncle
Eury.
Árið eftir, rétt fyrir jólin, kom Willie upp öðrum “trúar-
skóla,’” með þúsund bókum, í grend við næsta þorp. Og
næsta ár á jólaföstu var þriðji skálinn fullgjör, og hlaðinn
bókum eins og hinir.
Þegar það hús var fullgjört, var Willie Buffington búinn
að fá tækifæri til að ljúka við skólamentun. Hann hefir
stundað nám við Furnam University. Hvort sem hann kemst
nokkurn tíma í prestsemhætti eða ekki, þá er óhætt um það,
að önnur eins trú og annar eins vilji á enn eftir að koma
miklu til leiðar, ef honum endist aldur — undir handleiðslu
Guðs.
G. G.
Einátök ráðátöfun
Varla hefir nokkur fregn, sem frá íslandi hefir horist
á seinni árum, vakið meiri undrun en atburðir þeir, er nýlega
hafa gerst í sambandi við skipun í dósentsembættið í guðfræði
við háskólann og síðar veitingu þess. Ekki er þetta svo mjög
vegna þess að vér hér á vesturslóðum höfum svo nákvæma
þekkingu á öllum málavöxtum þessu viðvíkjandi, að það nægi
til að gera upp á milli þeirra manna, sem hlut eiga að máli,
hehlur miklu fremur hitt, að hvernig sem skoðun manna er
um valið, getur ekki dulist að aðferðin við að veita embættið
er algert gjörræði í garð íslenzkrar kirkju og háskólans.
Þetta staðfesta tildrögin.
Menn minnast jjess, að um embættið sóttu í fyrstu fjórir
menn; séra Björn Magnússon, séra Benjamín Kl'istjánsson,
séra Sigurður Einarsson og séra Garðar Svavarsson. Hinn
síðastnefndi dróg umsókn sina til baka. Hinir þrír gengu
undir samkepnispróf það er háskótinn ráðstafaði. Dóm-
nefndina skipuðu þeir dr. Jón hiskup Helgason, prófessor
Magnús Jónsson, prófessor Ásmundur Guðmundsson, séra