Sameiningin - 01.01.1938, Qupperneq 11
9
Jólakertið hennar mömmu
Eftir séra N. Steingrím Thorláksson.
Man eg ekki ei'tir neinu betur frá æsltuárum mínum en
jólakertunum, sem okltur börnunum voru gefin á hverri jóla-
nótt. Jólamaturinn þótti mér góður, því er ekki að neita,
enda var hann enginn hversdags matur. Og gaman var að
fallega laulabrauðinu. En lang dýrlegast af öllu var þó jóla-
kertið. Að halda á því með logandi Ijósinu báðum höndum
og eiga það — ekki hafa það til láns —- það tók öllu fram. Og
það var mamma, sem steypt hafði kertið. Og hún, sem
kveikti á því fyrir drenginn sinn.
Eitt rekur mig minni til, sem kom fyrir einu sinni á jól-
unum. Bóndinn frá Arnstapa, næsta bæ við okkur, kom einn
morguninn og hitti móður mína. Þau tala saman; en alt í
einu segir hann mitt upp úr samtalinu: “Nú man eg nokkuð,
Lovísa mín; eg á ekkert jólakerti.” Okkur börnunum þótti
gaman að þessu, þegar við heyrðum það. En ekki held eg að
við höfum kent neitt í brjósti um hann fyrir það að hafa
eklti eignast neitt jólakerti. En það er víst að móðir mín gaf
honum bæði jólakerti og jólaveitingar.
En þó mér nú þætti jólakertið og ljósið þess dýrlegt og
væri barnslega hrifinn af því, sérstaklega vegna þess að Ijós-
ið var mitt, eg átti það, og jólanóttina þótti mér vænna urn
fyrir það, þá man eg ekki til þess að eg setti kertaljósið í
samband við fæðing Jesú, jólabarnsins — að með fæðing
hans hefði í heiminn komið mannanna dýrlegasta Ijós. Man
heldur ekki til þess að okkur börnunum hafi verið bent á það.
Það var ekki fyr en löngu seinna að eg gerði það og þá í sam-
bandi við jólatréð og ljósadýrðina á því. Eg gerði því ávalt
tilraun til þess þá að festa í huga barna sunnudagaskóla míns,
að Ijósadýrð trésins ætti að minna þau á dýrð Jesú og ljós
eilífa lífsins og kærleika Guðs, sem væri Guðs jólagjöf til
okkar mannanna með fæðing Jesú. Þá mintist eg jólakertis-
ins heima frá æskuárunum, og hve fallegur siður það hefði
verið að gefa jólakerti jólanóttina.
Vafalaust var það tjón, að kertaljósið mitt á jólunum
var ekki látið minna mig á Jesú og kærleiksljósið Guðs til
okkar mannanna, sem veittist okkur með komu hans í heim-
inn. Ef eg, barnið og unglingurinn, með kertaljósið milli