Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 4
2
landi. Sló þá hinn aðkomni yfirgangsseggur eign sinni
á alt saman. Um rétt til þessara landvinninga var ekki að
ræða. Sá réttur var ekki til. Hnefarétturinn einn var lát-
inn duga. Síðan hefir ofbeldismaður þessi verið við og við
að heimta vissar landspildur í viðbót. Þær hafa enn ekki
verið látnar af hendi við hann. Þar á stórveldi hlut að
máli. Sökum þess erfiðara við að eiga en í hin skiftin,
Annar vandræðamaðurinn í röðinni hefir eyðilagt l>rjár
þjóðir. Þriðja herferðin l>eint tilefni til stríðsins mikla, er
nú stendur yi'ir á vesturslóðum í Evrópu. Innrás Hitlers
inn í Pólland einhver hin grimmasta og miskunnarlausasta i
allri sögunni. Villimenska og vonzka fornaldarinnar komin
aftur, í sinni ljótustu mynd. En sökum drápsvéla nútíðar-
innar margfalt afkastameiri. Það eitt höfðu Pólverjar
unnið til saka, að þeir vildu fá að búa óáreittir í sínu eigin
landi. Það var nóg. Samkvæmt lífsspeki Hitlers eiga hinir
sterku fullan rétt á að taka alt sem þeir girnast og geta náð
í. Hinir veikari eiga engan mótþróa að sýna. Þeir eiga
að láta alt af hendi sem þeir hafa. Þeir hafa engan rétt,
af því þeir eru minni máttar. Vilji þeir ekki kannast við
þetta, eru þeir réttdræpir. Þarna var sök Pólverja. Landi
þeirra hafði verið þrisvar skift í sundur milli nábúaríkja,
sem voldugri voru. Þriðja skiftingin 1795. Þá voru Prúss-
ar voldugt konungsríki, síðan á dögum Friðriks hins mikla.
í þýzka ríkissambandinu eru þeir enn voldugasta landið og
ráða þar mestu. Þá var Austurríki einnig mikilsháttar
land. Veslings Póllandi var því skift í sundur milli Prússa,
Rússa og Austurríkismanna. Með svipaða skifting virtisl
Hitler að Pólverjar nú ættu að vera ánægðir. Þó var það
ekki beint sagt. Auðvitað gátu Austurríkismenn ekki setið
að skiftunum í þetta sinn. Þeirra ríki var áður eyðilagt
al' Hitler sjálfum. Skiftingin nú því fyrirhuguð milli
Hitlers og Stalins einna. Um þetta hafa Pólverjar sjálfsagt
haft sterkan grun, ef þeir hafa ekki beint vitað það, þá er
stríðið hófst.
Þriðji vandræðamaðurinn í Evrópu, Stalin, á sér við-
líka ljóta sögu sem félagi hans í ódáðaverkum síðustu tíðar.
Hann ræðst inn í Austur-Pólland, sundurflakandi í sárum,
níðist á fallinni þjóð, bei.tir hervaldi sínu og knýr lýðinn til
hlýðni. Að því búnu leggur hann undir sig lýðríkin smáu,
Estoníu og Lettland, við Eystrasalt. Sömu skil ætlaði hann
að gera Finnlandi. Stóðu samningatilraunir yfir svo vik-
um skifti. Varð heimtufrekja rússneska harðstjórans svo
■