Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 13
11 vaknar með honum upp á nýtt. Þá hálf-fertugur og þrosk- aður maður, var þetta honum ekkert flysjungsmál. En vegna aldurs og annara ástæðna, fanst honum þetta lítt fært og reyndi að varpa því frá sér. En því meir sem hann færðist undan, því meir sótti á hann að þetta einmitt bæri honum að gera, þar til hann fyllilega áttaði sig á að hann yrði að gera tilraun í þessa átt. Ef að Drottinn ekki opnaði leið, tæki hann það sem vott þess að þetta væri einungis hans eigin hugarburður. En leiðin opnaðist. Hann inn- ritaðist í prestaskólann lúterska í Chicago haustið 1904. Stundaði þar nám í fjögur ár, og las auk guðfræðinnar ýmsar almennar greinar. útskrifaðist 1908, og var vígður af séra Jóni Bjarnasyni sunnudaginn 17. maí í kirkju Bræðrasafnaðar við islendingafljót, til þjónustu þar í norður hluta N’ja íslands. Þjónaði hann því prestakalli í tuttugu ár. Sagði þá upp brauðinu ótilkvaddur og þrátt fyrir al- mennar vinsældir. Hann hafði sannfærst um að það væri rétt spor. Var svo heimatrúboði kirkjufélagsins í tvö ár, síðan þjónandi í Gimli prestakalli þar til 1935 að séra Bjarni sonur lians tók við af honum. Síðan þjónaði hann með millibili í Winnipeg og víðar. Nú síðast rúmt ár hjá Selkirk söfnuði. Síðan 1925 hefir hann verið skrifari kirkju- félags vors og enn lengur í framkvæmdarnefnd þess. Verk sitt alt leysti hann af hendi með frábærri vandvirkni og ástundun. Séra Jóhann var kvæntur Helgu Jósefsdóttur Stefáns- sonar og konu hans Jóhönnu Bjarnadóttur úr Laxárdal i Dalasýslu. Börn þeirra eru: Bjarni Archibald, prestur að Gimli; Jóhann Franklin, einnig að Gimli; Eggert í Winni- peg; Stefanía í Winnipeg og Sylvia í Vancouver. Systkini hans á lífi eru: ósk, ekkja Thorðar Johnson, nú að Linton, N. Dak.; Sigríður ekkja Guðmundar Johnson, nú að Lang- don, N. Dak.; Björn, hóndi að Víðir, Man.; Thorbjörg ekkja Páls Evjólfssonar, nú að Mountain, N. Dak. og Sigurður i San Diego, Cal. Tveir hræður eru látnir fyrir nokkrum árum: Helgi í Manitoba og Tryggvi alþingismaður á fslandi. Það er þess vert að vera minnugur leiðtoga, sem Guðs orð hefir til yðar talað, og átt hefir slíkan starfsferil sem séra Jóhann. Hann tók upp starfið af innri hvöt og þeirri fullvissu að mannanna brýnasta þörf væri þörfin á Jesú Kristi og fagnaðarerindi hans. f þeirri fullvissu veiklaðist hann aldrei. Hún har hann uppi í starfinu. Engum, sem með samúð þekti hann, gat dulist að trúmenskan var sú

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.