Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 14
12 hugsjón er hann mat öllu meira í lífi sínu. Hann hirti ekkert um auðveldar vinsældir, ef honum fanst það stríða í bága við skyldu og trúmensku. Hann var hreinn og opin- skár í framkomu, djarfmæltur hver sem hlut átti að máli, og orðhvass þegar honum varð þungt í huga. Jafnvel þeim er kunni að finnast þetta stundum um skör fram, hlutu, ef þeir kjmtust honum nógu vel, að finna til þess að þarna voru heilindi að baki. Eftir meir en þrjátiu ára samvinnu get eg borið honum þann vitnisburð að hann var vinur manna og málefna, er í raun reyndist. Hann átti til að segja vinnm sínurn til syndanna með einurð, en gat engu að síður borið blak af þeim þegar þörf gerðist. Hann átti víðtæk áhugamál. Lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann sýndi lifandi áhuga fyrir öllum almennum velferða- málum, og skildi vel að öll mannfélagsmál þarfnast í hví- vetna áhrifa kristindómsins. Hann var vel máli farinn, rit- fær ágætlega, skemtilegur og fróður í samtali, ákveðinn og einbeittur í skoðunum. En eitt stóð öllu hærra í lífi hans— ræktarsemi við Jesúm Krist, kenningu hans og áhrif. Það var hið eina nauðsynlega, sem hann vildi að gengi eins og rauður þráður gegnum alt líf og starf. Það er hans heiðurs- kóróna. Kirkjufélag vort átti honum mikið upp að unna. Hann var því trúr og dvggur í hvívetna, auk þess að rækja em- bættisskvldur sínar með frábærum myndarskap. Það er skarð fyrir skildi þar sem hann er fallinn. Verið minnugir leiðtoga, sem Guðs orð hafa til yðar talað: virðið fyrir yður hvernig æfi þeirra lauk og líkið síðan eftir trú þeirra. Ef ástvinirnir líkja eftir trú leiðtogans er þeir syrgja, finna þeir huggun og frið sálum sínum í umhyggju Guðs og von eilífs lífs, um leið og þeir geyma í hjarta dýrmætan sjóð endurminninga. Ef vér starfsbræður hans og vinir likjum eftir trú hans verður það oss upphvatning að sýna meiri trúmensku og ötulleik í að efla áhrif Jesú Krists meðal manna, sem brýn- ustu nauðsyn lífsins. Vér vildum vænta að við að líkja eftir trú hans mættu þeir koma fram úr hópi æskumanna vorra, er möttull hans félli á, og tækju upp starf í kirkju Jesú Ivrists sem boðberar hans í anda trúmensku vors látna bróður. Blessuð sé minning hans.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.