Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 7
5
vinsæll hvar sem hann er nokkuð þektur. Gera inenn sér
góðar vonir um hann sem biskup landsins, sökum góðra
hæfileika og mikilla mannkosta.—
Framtíðarmál er það allmerkilegt, að siglingar hefjist
sem allra fyrst, beina leið, milli íslands og Manitoba, þar
sem höfuðból íslendinga er hér vestanhafs. Hafnarbær
Manitoba, Churchill við Hudsons flóann, hel'ir ágæta höfn
og liggur vel við verzlun við öll Vesturfylki Canada. Vega-
lengd þaðan, í gegnum borgina Winnipeg, suður til Banda-
ríkja, er bæði bein og ekki ýkja löng. Sjóðleiðin milli ís-
lands og Churchill er heldur ekki löng, beina leið, eins og
sjálfsagt væri að fara. Sú leið er heldur ekki hættuleg, að
sögn ltunnugra manna. — Tvent kemur þó hér til greina,
sem ekki verður umþokað í bili. Fyrst það, að Canada er
nú ein af stríðsþjóðunum, og er þessvegna ekki eins álitleg
til viðskifta rétt sem stendur; og í öðru lagi hitt, að vá-
trygging á skipum, sem sigla um Hudsons flóann er enn
of há, og þarf að lækka. Hún er nú ósanngjarnlega há, að
dómi þeirra, sem þeim málum eru kunnugir.—
Líti maður svo yl'ir hagi vora hér vestra verður starf
Kirkjufélagsins samstundis fyrir oss. Miklar vonir og
bjartar eru nú um aukið starf og viðreisn hins andlega lífs.
Væntanlegt samband vort, á þessu ári, við hið stórmerka
kirkjufélag, The United Lutheran Church in America, ætti
að verða það happaspor, er markar gleðileg og ávaxtarík
tímamót í hinni kirkjulegu sögu vorri í Vesturheimi.—•
Biskup einn á Englandi sagði nýlega, að Bretar ynnu
þetta stríð með “sverði Andans,” þ. e.: með Guðs orði.
(Efes. 6:17). Hafði hann þá vist í huga um leið óhappa-
mennina alræmdu, Stalin og Hitler, sem báðir hafa ofsótt
Krist og kirkju hans, og þar með sjálfir grafið sína eigin
gröf. Sama gildir um oss. Trúmenska við Drottin Krist,
við boðskap hans og kirkju, undir náðargæzlu Heilags
Anda, veitir oss alla blessun, samkvæmt Guðs fyrirheitum,
bæði á þessu ári og á allri komandi tið.