Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 11
9 þjóna, hvernig sem þau ber að, verðskuldi að vér séum þeirra minnugir og hafi lærdóm að flytja oss. Að einungis við endað skeið fáum vér hina fylstu sjón og mat á lífi og starfi því, sem á undan er gengið, og þýðingu þess. Æfilokin snögg og óvænt, eins og hér hafa borið að, koina eins og reiðarslag yfir þá, sem eftir eru skildir. Með aðdraganda sjúkdóms verða menn búnir undir það sem er í vændum smám saman. Hvorttveggja hlífir okkur við ein- hverju, en leggur líka eitthvað sérstakt á okkur. í engu tilfelli mundum vér til þess fær að dæma um hvort mundi okkur léttbærara eða hentugra. í hvorutveggja sporum leggur Drottinn líkn ineð þraut. Þegar umskiftin eru snögg og sársauki sorgarinnar þyrmir yfir oss eins og flóð, ]iá er það léttir þeim er syrgja að minnast þess að ástvini þeirra hefir verið hlíft við langri baráttu við sjúkdóm og dauða. Á svipstundu, á augabragði er fyrir hann alt hið fyrra farið og alt er orðið nýtt. Fyrir hann er dauðinn orðinn í mjög bókstaflegum skilningi aðeins viðlmrður í lífinu, sem engum skugga varpaði á undan sér. Burtför og heimför falla saman hvað merkingu snertir. Það er ekkert angistarvein er lagt er yfir grandann. Alt er fyrir þann, sem fer, eins kyrlátt og sólarlagið, eitt skýrt “boð um héðanför’’ og svo heimförin greið í höndum hafnsögumannsins, er hann þá fær að sjá augliti til auglitis. Bróðir vor séra Jóhann hafði notið óvenjulegrar heilsu og krafta langt fram yfir það, sem alment tíðkast. Hann har ekki merki þess að vera orð- inn 74 ára gamall. Hann átti líkamlega og andlega krafta eins og miðaldra maður. Þetta var honum dýrmæt gjöf, ástvinum hans og öllum er starfs hans nutu eða voru með honum í samvinnu. — Á þetta fellur enginn sknggi. Hann lifir í endurminningu allra lítt breyttur frá því er hann var um hádegi lífsins og réði yfir fullum kröftum. Mér finst að þetta hefði verið honum sjálfum geðfelt, og þegar frá líður og umskiftin verða ykkur ekki, kæru syrgjendur, eins sár og viðkvæm, trúi eg því að þetta verði ykkur til aukinnar fróunar og að þið fáið þreifað á því sífelt betur að umbun Drottins fellur inn í okkar sérstöku þarfir og það ekkert síður þegar dauðinn ber að snögglega og'óvænt. Vér viðurkennum og vitum hver einn að “milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál,” en að hvort sem vér lifuin eða deyjum þá erum vér Drottins. Þessa huggun eigið þér og eigum vér, er vér erum minnugir þess hvernig æfi hans lauk, sem vér nú kveðjum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.